Sigríður Kristín Óladóttir

31.1.07

Þar lágu Danir ekki í því!

Ææi þetta voru frekar sorgleg úrslit, en svona er þetta í íþróttum. Það geta ekki allir unnið. Þeir voru samt óheppnir, þetta munaði svo litlu. Nú verða hin liðin sem ég held með að standa sig.
Við fengum ekki Skessuhorn fyrr en á mánudaginn, ég skil ekki hve pósturinn er seinn núna.
Það verður gaman að fylgjast með viðbrögðum sem verða við greininni sem rekja má til Óla!!! Haldið þið ekki að einhverjir bregðist við?

Pollagallarnir eru búnir að vera tæpar 2 vikur á leiðinni, þeir hafa líklega farið sjóleiðina hingað, hver veit.!
Hér gengur lífið sinn vanagang, nú er rigning og 7 stiga hiti. Það var dálítið undarlegt að í gær eftir hádegi var aðeins klakaskán á síkinu umhverfis Kastalann. Það var nú samt 8 stiga hiti, en það hlýtur að hafa verið frost um nóttina eða hvað?

Helga í Svíþjóð fór í heilmikla skurðaðgerð fyrir tæpum hálfum mánuði og allt virðist hafa gengið vel, en hún er alveg ótrúlega dugleg og jákvæð. Þetta var krabbameinsæxli í heilanum, samt brjóstakrabbamein sem gekk upp í heila. Vonandi gengur þetta vel hjá henni.

Það er heilmikið að gerast hjá Helgu minni og fjölskyldu þessa dagana. Balthasar er ekki með kíghóstann og er kominn á sýklalyf. Vonandi batnar honum fljótt. Bæði Helga og Alex eru búin að fá vinnu heima, frábært. Við sendum hjartanlegar hamingjuóskir héðan.

Við erum að fara í vikulega kirkjuferð okkar á eftir, ekki veitir okkur af kristilegri yfirhalningu eða hreyfingunni sem við sækjum þangað.

1 Comments:

  • það er nú frétt til næsta lands að þú sért farin að mæta reglulega til kirkju. Bara ef fólk vissi nú til hverst!

    Knús til ykkar frá Coesfeld
    Helga

    By Anonymous Nafnlaus, at 1/2/07 18:55  

Skrifa ummæli

<< Home