Sigríður Kristín Óladóttir

6.2.07

Kólnandi veður og fleira!

Nú á aðeins að kólna hjá okkur samkvæmt veðurspá síðustu daga. Ef til vill eigum við aðeins eftir að finna fyrir vetrinum hér, hver veit. Annars var enn eitt hitametið slegið í janúar hér í Danaveldi.
Námið í K.I.S.S. gengur bara vel og nú er það reyndar aðeins að breytast. En það er nú bara skemmtilegt að mínu mati. Í morgun var ég til dæmis að lesa um Christian IV og safna að mér upplýsingum um hann fyrir morgundaginn. Mér varð nefnilega óvart á að spyrja kennarann í gær hver þeirra Cristiananna hafi byggt Den Rundetaarn og fleiri frægar byggingar hér í Kaupmannahöfn. Hún bað okkur þá í "gríni auðvitað" að vera ekki með óþægilegar spurningar í tímum!! Í framhaldi af því bað hún mig að kanna málið og flytja smáfyrirlestur um Christian IV á morgun. Mér fannst mjög gaman að lesa um þennan fræga fjölhæfa kóng sem m.a. breytti Kaupmannahöfn í nútímaborg með fögrum byggingum og háum turnum (Børsen). Hann talað 5 tungumál og spilaði á fjölmörg hljóðfæri og átti 23 börn, geri aðrir betur!!!
Við erum líka að lesa smárit í skólanum sem heitir "Sider af dansk kultur" og fjallar um menningu Danmerkur eins og hún er í dag og rætur hennar til fortíðarinnar, gaman.

Á föstudaginn var, var mér nú hugsað til 2. febrúar fyrir átta árum. Þetta er greinilega ekki góður dagur í fjölskyldunni. En ég trúi því að meginlínur í lífinu séu fyrirfram ákveðnar. Ekki meira um það.

Helga og Nína voru með ælupest í gær, vonandi fara þær að hressast. En Helga sagði mér að þetta væri skæð pest sem er að ganga í Coesfeld þar sem þau búa. Já til hamingju með heimsmeistaratitilinn hjá Þjóðverjum Alex!!

Í næstu viku er vetrarfrí hér í Danmörku, þá ætlum við að skreppa til Helgu og fjölskyldu, það verður skemmtilegt. Svo koma Óli og Karen í stutta heimsókn aðra helgi, ekki er það nú leiðinlegt mundu jótarnir segja. Segjum svo að kona sem býr á Jótlandi leggi sig alla fram við að elda mjög góðan mat, skreyta borðið og er með kertaljós og vín. Hún sem sagt dekrar við manninn sinn á allan hátt. Maðurinn hennar hælir henni þá ef til vill fyrir frammistöðuna með því að segja "Ekki slæmt"!!

1 Comments:

  • Ekki slæmt, heyrðu fyrirgefðu mamma en jú Alex kom með þrjár súpur eins og þú varst að tala um, ég bara fylgist ekki með!

    Það er nú spennandi að halda fyrirlestur í skólanum, flott hjá þér.

    Takk fyrir kveðjurnar, við erum að skríða saman, nú er Alex slappur.

    By Blogger Familie Eck, at 6/2/07 14:04  

Skrifa ummæli

<< Home