Sigríður Kristín Óladóttir

21.2.07

Vetrarfríi lokið og kominn vetur hér!!

Frábæru vetrarfríi er lokið og svei mér þá ef það er ekki kominn vetur hér. Í dag er ansi vetrarlegt úti, það hefur ekki verið svona slæmt veður frá því að við komum út. Það má eiginlega segja að úti sé blindbylur núna. Veðurfræðingarnir spáðu "snjóstormi" og 20 sentimetra snjó í gærkvöldi!!!
Við vorum mátuleg í því að senda skíðagallana okkar heim með Óla og Karen, erum við ekki stundum svolítið seinheppin ha ha ha?

Annars er allt gott að frétta af okkur. Ferðin til Helgu og fjölskyldu var alveg meiriháttar fín, við fengum frábærar móttökur eins og venjulega. Takk fyrir okkur kæra fjölskylda:)
Það var gaman að geta passað Balthasar svolítið og hjálpað pínulítið til við pökkun.

Við héldum að það væri mjög notalegt að fara með lest, engar áhyggjur af umferðinni og ekkert stress. Það er hægt að sita í rólegheitum og lesa og horfa á umhverfið, borða nestið sitt eða jafnvel leggja sig. Jú þetta er notalegur ferðamáti það er satt, en sei sei nei, þessu fylgir þó nokkuð stress. Í það minnsta ef ferðum er þannig háttað að hafa aðeins 12 mínútur í Hamborg til að skipta um lest og Óli og Karen komin til Kaupmannahafnar og Atli reyndar líka (sem við vissum reyndar ekki á þessum tíma) Lestin frá Munster var 6 mínútum á eftir áætlun þegar við lögðum af stað þaðan, eftir voru því bara 6 mín. Við höfðum ekki miklar áhyggjur af þessu í það minnst ekki til að byrja með. Við töldum að hægt væri að vinna þetta upp á rúmlega 3ja tíma ferð, þar sem aðeins var þrisvar stoppað á leiðinni. Ég sendi Helgu nokkur SMS, m.a. bað ég hana að gá hvort hægt væri að taka lest síðar um kvöldið frá Hamborg, ekki af því að við værum stressuð, nei nei, bara gaman að vita það!! Ég hringdi líka í hana, en nei engin viðbrögð. Ég sagði við Þórð það er örugglega eitthvert sambandsleysi hér þó svo að maður sjái það ekki á símanum. En ég skil nú ekki af hverju hún svaraði þessu ekki, hvernig stóð á því Helga mín?
Í Bremen þegar rúmur klukkutími var þar til lestin okkar átti að fara frá Hamborg, talaði ég við lestarstarfsmann og lét hann vita um áætlun okkar. Hann sagðist ætla að hringja og láta okkur svo vita ef hægt væri að láta lestina bíða. Við sáum hann ekki aftur, en lestin frá Munster kom til Hamborgar 5 mín eftir að lestin til Kaupmannahafnar átti að fara. Við ákváðum að hlaupa eins og skrattinn væri á hælunum á okkur á réttan brautarpall til að fullvissa okkur um að lestin væri farin. Ég læt ykkur vita um framhaldið á morgun!! Biðjum að heilsa núna.

5 Comments:

 • Vá þó að ég viti enda á sögunni þá er þetta æsispennandi saga :)
  Takk fyrir síðast og fyrir okkur þetta var rosalega gaman þó að stutt væri!!

  By Blogger Karen, at 21/2/07 17:01  

 • HA,,,, ég get svarið það, ég fékk ekki nein sms frá þér um þetta. Bara þegar þú sendir hvað þýðir etwa 5 min spáter, svo ekki meira. Skildi einmitt ekki í þessu því ég sendi þér líka sms sem þú svaraðir ekki. Grunsamlegt!!!

  En já afslappandi ferðamáti, hehe... en þegar öll hlaup eru frátalin þá var nú ölið gott í lestinni er það ekki?

  Við þökkum kærlega fyrir okkur, það var yndislegt að hafa ykkur í heimsókn. Hafið það gott í vetrinum! kveðja Helga og co,

  By Anonymous Nafnlaus, at 21/2/07 19:19  

 • Guð mamma, ég vissi að þú hefðir ekki átt að senda gallana heim. Þetta er svo hræðilega týpískt að það er ekki eðlilegt! :D

  Sjáumst,
  Kv. Þóra

  By Anonymous Nafnlaus, at 22/2/07 15:32  

 • Já satt er það Þóra mín. Ullarsokkarnir frá ömmu þinni koma sér vel núna.

  Svo hitum við bara íbúðina með kertum!!

  By Anonymous Nafnlaus, at 23/2/07 06:19  

 • Kerti mynda alltaf voðalega kósí stemningu.
  Hafið það gott í óveðrinu...
  Bestu kveðjur héðan frá góða veðrinu...

  Kv. Þóra xx

  By Anonymous Nafnlaus, at 23/2/07 13:49  

Skrifa ummæli

<< Home