Sigríður Kristín Óladóttir

8.4.05

Rækjuréttur

Ég ætlaði að setja þennan rétt hér inn á bloggið hjá mér í gær, en geri það hér með.

200 g rjómaostur
1 dós sýrður rjómi
-------
Blandað saman og sett í mót eða í eldfast fat.

1 bolli tómatsósa
1 msk sinnep
sítrónupipar
dill
----
Blandað saman og smurt yfir ostablönduna.

Paprikur
Tómatar
Blaðlaukur
Rækjur
Rifinn ostur
----
Grænmetið brytjað og sett yfir sósurnar, rækjurnar settar yfir grænmetið. Stráið rifnum osti yfir.

Borið fram með tortillakökum (sem skornar eru í hæfilegar sneiðar), snakki, ritskexi eða góðu brauði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home