Sigríður Kristín Óladóttir

3.3.05

Riftun og sjálfstæður vilji.

Hér eru smáfréttir af Reynigrunarriftunarmálinu.
Ég fékk mail frá lögmanni mínum áðan og málið var tekið fyrir í gær í héraðsdómi. Enginn mætti fyrir Jóhönnu og engin tilnefning kom af hennar hálfu um nýjan lögmann. Málið var því tekið til dóms. Lögmaður minn gerir því ráð fyrir að við fáum dóm í málinu mjög fljótlega, enda ekki flókið að dæma málið eins og það liggur fyrir. Það er hins vegar undir dómaranum komið hversu snöggur hann er, en hann hefur 3 vikur til þess að kveða upp dóminn. Hann notar örugglega ekki allan þann tíma. Eftir að dómur er genginn er samt unnt að þvælast fyrir okkur með því að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Það hefur aðeins kostnað í för með sér fyrir Jóhönnu en gefur henni samt viðbótartímafrest. Lögmanni mínum þykir ólíklegt að til þess komi, en ég trúi öllu á þetta lið.

Það er óhætt að segja að sumir hafa meira af sjálfstæðan vilja en góðu hófi gegnir. Meira að segja gildir þetta um Daihatsunn hans Þórðar. Þannig var að í gærkvöldi vorum við Þórður að horfa á sjónvarpið í mestu makindum þegar dyrabjöllunni var hringt og úti stóð Smári í næsta húsi. Hann sagði okkur að Daihatsuinn hafi farið í ferðalag og viti menn, bíllinn var kominn uppá gangstétt hinum megin við götuna, úps!! Sem betur fer hittist þannig á að enginn bíll var fyrir kagganum hans Þórðar og urðu því engar skemmdir, en þess má geta að þarna er bílum oft lagt þegar fólk er í heimsókn í næstu húsum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home