Sigríður Kristín Óladóttir

31.1.05

Sushi og leigubílalaus bær!!!

Helgin liðin og undarlegt hvað maður getur sofið mikið. Stundum finnst mér hálfleiðinlegt að splæsa öllum þessum tíma í svefn, en svona er þetta stundum.

Á föstudaginn bauð ég Valla bróður, Dóru mágkonu og Þórði í mat. Við áttum ánægjulegt kvöld saman og ég bauð m.a. uppá Sushi sem heppnaðist bara vonum framar. Seint um kvöldið vorum við svo alveg til í að kíkja á Mörkina, en hvað haldið þið, það er ekki hægt að fá leigubíl á Akranesi, ekki einu sinni um helgar. Þeir hafa ekki einu sinni fyrir því að lesa inná símsvara, þannig að maður veit ekki hvort þeir eða einhver leigubílstjóri er að keyra. Það kemur bara talhólf, sem maður talar skilaboðin inn á og við marghringdum í símanúmer stöðvarinnar eða hvað á að kalla þetta (þetta er ekki stöð)af því að við vorum alltaf að vonast eftir svari, en auðvitað kom ekkert svar.
Þetta er lélegt í svona stóru bæjarfélagi, finnst ykkur það ekki?

Í gær skruppum við svo í Borgarnes og buðum mömmu með. Ég verslaði aðeins í Bónus, keypti þar villijurtakryddað lamb af því að von var á "uppáhaldssyninum" (eins og Atli orðaði svo skemmtilega) í kvöldmat. Þetta breyttist sem sagt hjá mér úr nenniggiaðelda í lúxuslambið ljúfa.

Sigrún skólasystir kom í heimsókn í skólann til mín í dag og var með mér í kennslu þegar ég var með 7. bekk. Ég var með strákahóp og þetta var sko ekki þeirra besti dagur. Sigrún hélt að ég segði þetta af því að hún var í heimsókn og vissulega finnst manni ennþá leiðinlegra þegar krakkarnir láta svona þegar gestir eru hjá okkur en úff, þetta var ömurlegt, fyrirgefið (hönd sett fyrir andlitið)!!! Ekki orð um það meir.

Það verður nóg að gera um næstu helgi, þorrablót hjá skólanum á föstudaginn og svo matarboð á laugardaginn hjá Elsu og Reyni, sem sagt steisjonshelgi, fínt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home