Sigríður Kristín Óladóttir

2.1.05

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár og takk fyrir liðnu árin. Ég er alveg viss um að þetta verður gott ár, þrátt fyrir að þurfa að byrja á að vinna í riftunarmálinu vegna Reynigrundarinnar.
Við (krakkarnir og Hlynur)fórum fyrir miðnætti á gamlársdag ásamt mömmu til Valla og Dóru þar sem skotið var í gríð og erg, það var sko ekkert smáræði. Guðjón Engilberts og Dóra með s.... voru þar líka, það er alltaf gaman að hitta þau. Svo vorum við Þórður í partýi þar til klukkan 7 um morguninn, haldið að það sé nú úthald.

Árið byrjaði með þessu líka blíðskaparveðri í gær og ekki er það síðra í dag þrátt fyrir 6 stiga frost. Við Þórður fórum í göngutúr í gær sem entist okkur í tæpa fjóra tíma. Við komum við á nokkrum stöðum, fyrst hjá mömmu, svo foreldrum Þórðar þar sem við fengum kaffi og meððí, því næst á neðri hæðinni á Stekkjarholtinu þar sem við fengum bjór og spiluðum nokkur spil, svo smástopp á efri hæðinni áður en gengið var í Jörundarholtið með viðkomu í kirkjugarðinum þar sem við kveiktum á útikertunum á leiðunum.

Áramótaskaupið var það besta sem ég hef séð í mörg ár, enda Spaugstofusnillingarnir höfundar skaupsins.

Ég ætla að hætta núna, skella mér í sturtu svo ætlum við Þórður í sunnudagsbíltúr og kanski förum við í smágöngutúr á öðrum slóðum en venjulega. Planið er nefnilega að taka eitthvað af aukkílóunum af á árinu aðallega með því að borða aðeins minna og hreyfa sig örlítið meira.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home