Sigríður Kristín Óladóttir

22.12.04

Jólafrí

Jibbí það er komið jólafrí.
Það er ferlega næs að vera komin í jólafrí. Það verður ekkert stress á þessum bæ frekar en fyrri daginn fyrir jólin, ég geri bara það sem mig langar til að gera fyrir jólin. Ég sauð niður rauðrófur í gær og kanski geri í kæfu í dag, ég man ekki hvernig staðan í kæfumálum heimilisins er.
Þóra kom í gær og Óli og Hlynur koma í dag, það er alltaf gaman þegar börnin koma heim.

Það hefur ekkert heyrst frá íbúum á Reynigrund 24 og það verður því farið í riftunarmálið strax eftir jól. Ég kann ekki við að henda fólki út fyrir jólin. Ég skil samt ekki þessa grafarþögn hjá fólki sem búið er að lofa að láta mig vita, en þegir svo út í eitt. Skiljið þið þetta?

Ég ætla að setja kleinuuppskriftina inn á heimsíðuna hans Alex, en ég þarf endilega að fara að setja uppskriftirnar mínar á heimsaíðuna eins og ætlunin var upphaflega. Atli ætlaði að fara að henda út Dreamweaver, en ég bannaði honum það auðvitað.

Það er búið að opna nýja krá í Coesfeld í Þýskalandi þar sem Helga býr. Kráin heitir því skemmtilega nafni OMA ROCK. Það er klárt að ég kíki þar inn næst þegar ég heimsæki krakkana út. Ekki skemmir það fyrir að þar eru pottþétt til RAUÐVÍSGLÖS!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home