Sigríður Kristín Óladóttir

26.10.04

Krúsí, Krúsís eða Krísús eru orð sem eru oft notuð á bloggsíðum barna minna. En hvað um það þetta er svaka flott mynd af systkinunum. Hún var tekin á singstar kvöldi Padeiu.


Skellti mér á bæjarstjórnarfund áðan ásamt nokkrum öðrum kennurum, bara rétt til að minna á okkur. Umræðan um skólamál var frekar rýr, og til að mynda tók enginn fulltrúi sjálfstæðismanna til máls þegar fjallað var um fundargerð skólanefndar. Fer að dansa á eftir og já, bæðövei Gunna Sig hringdi í dag og var að biðja mig um að kenna línudans í verkfallsmiðstöð þeirra í Borgartúni 22 á föstudaginn. Þemað hjá þeim þann dag er Kántrý og því tilvalið að taka nokkur spor eða hvað? Málið var sett í nefnd hjá mér, en ég var vissulega jákvæð eins og ég er eiginlega alltaf ekki satt ?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home