Sigríður Kristín Óladóttir

24.10.04

Það fengu líklega flestir kennarar létt áfall þegar slitnaði upp úr samningaviðræðum og enginn fundur boðaður fyrr en eftir 2 vikur. Halldór forsætisráðherra hefur boðað deiluaðila til sín á morgun, mánudag mér skilst að það sé aðallega til þess að þeir úr samninganefndunum útskýri sitt mál. Þarna á hann þó væntanlega við okkar menn og vill fá að vita af hverju kennarar tóku ekki tilboði sáttasemjara. Skýringin er einföld, þetta var ekki nógu gott tilboð.

Valli og Dóra kíktu í gærkvöldi, en stoppuðu stutt af því að við Þórður vorum að fara á harmonikkuball í R.vík. Þau komu með rauðvín og ég er ákveðin í að geyma það og bjóða þeim fljótlega í mat og drekka þá eðalvínið með þeim.
Við fórum á ballið og dönsuðum helling, aldurssamsetningin á þessu balli var þannig að ég fílaði mig mjög unga og Þórði fannst hann vera krakki!! En þetta var samt mjög gaman.

Við fórum í pottinn í gær, Þóra, Atli og ég. Veðrið var yndislegt og við fengum okkur (stelpurnar) öllara og gleymdum okkur gjörsamlega. Við héldum að klukkan væri 17,30 eða svo þegar Þórður mætti í matinn, en þá var klukkan orðin rúmlega 18,30 en það var nú í góðu lagi.
Þóra var að fara suður áðan og Atli er kominn með hálsbólgu aftur og verður að fara á sýklalyf á morgun. Hann fór til Þóris HNE læknis á föstudaginn og hann á að fara í aðgerð í febrúar, það verður fínt fyrir hann að losna við þessa skemmdu djöfla.

Núna kem ég bílnum mínum inní bílskúrinn, en bara rétt svo, vegna þess að skúrinn er svo pínulítill, eða er bíllinn stór?
Þórður geymir fyrir mig tengdakerlingaboxið eins og hann nefndi það og hjólbörurnar. Hann fór líka með ónýtu þvottavélina á haugana í gær, gott að vera laus við hana og gamla eldhúsborðið sem var orðið myglað af útiverunni.

Helga mín takk fyrir að bjóða mér lán fyrir dekkjum, Óli ég athuga verð á dekkjum í Vöku. Þetta verður þó aldrei eins og Óli var að grínast með í peningamálunum??? En ég er búin að setja skuldina i lögfræðiinnheimtu, hvað sem kemur nú út úr því. Hún Jóhanna sagði Soffíu að þetta væri dagaspursmál með greiðsluna, en því miður hefur hingað til ekkert verið að marka það sem konan segir.

Verkalýðsfélagið er 80 ára og bauð í kaffi í FVA í dag. Það var gefið út blað vegana afmælisins, þar var m.a. rakin saga félagsins og í því er mynd af afa í Hraungerði, Ólafi Gunnlaugssyni sem var fyrstur ásamt öðrum sjómanni að fá heiðursmerki sjómanna, þetta var árið 1954.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home