Sigríður Kristín Óladóttir

9.5.04

Til hamingju með daginn mæður.

Ég las ágæta grein í Morgunblaðinu í dag eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson sem heitir: Allar dagar eru mæðradagar. Hann segir m.a. „Fyrir mér eru fæðingardagar barna hinir einu sönnu mæðradagar“.
Ég fékk einmitt yndislegt Mæðradagskort frá Helgu á föstudaginn, takk fyrir það. Í Þýskalandi er siður að föndra eða búa til einhvern hlut til að gefa mæðrum á Mæðradaginn, en hér höldum við okkur við blómin. Helga verður einmitt 30 ára á morgun 10. mai og ég er orðin forvitin vegna þess að Alex ætlar að koma henni á óvart.

Núna er farið að rigna, ég er bara hálffegin af því að ég verð að læra í dag. Ég ætla aðeins að kíkja til mömmu og svo held ég áfram að læra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home