Sigríður Kristín Óladóttir

24.4.04

Ég var að lesa bloggið hjá krökkunum og Helga var að tala um hve mikið íslenskar konur vinna úti miðað við þýskar húsmæður. Hún var líka að hafa áhyggjur af því hve vel hún hefur fallið inn í hlutverk þýskra húsmæðra og finnst hún stundum vera komin of mikið í þjónshlutverkið. En ég var að segja henni að ég er afskaplega stolt af henni og mér finnst svo gaman hvað hún er myndarlega húsmóðir. Hún hefur alltaf verið það, en ef til vill hefur hún líka aðlagast þýsku samfélagi óvenjumikið.
Ég held að það verði auðvelt að snúa þessu við þegar þau flytja heim, ég tek hana bara í stutta kennslustund.

Það var gaman að heyra í Gunnþórunni í gærkvöldi.
Ég er búin að vera í 2 tíma að drekka kaffi og lesa Mbl seinustu daga, þeir eru góðir þessir frídagar.

Nú ætla ég að taka upp úr nokkrum kössum sem eru farnir að pirra mig, þrífa smá, vekja svo Atla og biðja hann um að hengja upp gardínurnar sem ég var að fá fyrir baðgluggann (rimlagardínur) og snúrurnar sem ég keypti í gær. Þetta eru innisnúrur sem eiga að fara í þvottahúsið hjá mér í fína húsinu mínu. Svo væri næs ef ég tek törn í náminu þegar þessu er lokið. Mér er alveg sama um þennan fótboltaleik Man. Un og Liverp. sem er í dag, enda er ég ekki með Sýn.

Óli segir stundum Æ fíl só spesjal, en ég (mamma rokk) segi Æ fíl só gúd í nýja húsinu og lífið er dásamlegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home