Sigríður Kristín Óladóttir

19.6.03

Ég er komin heim úr frábærri Parísarferð. Við vorum þar 9 skólasystur úr Húsmæðrakennaraskólanum að halda uppá 30 ára útskriftarafmæli. Ég ætla að skrifa nokkrar línur um þessa ævintýraferð okkar seinna í dag eða á morgun.

Núna ætla ég að athuga hvort ég get sett inn mynd af Hlyni, sem er 4 ára og fékk draumklippinguna sína fyrir 17. júní. Hann pantaði sem sagt Villa - klippingu og gleðin er óskaplega mikil. Villi er vinur Óla Arnar (pabba Hlyns) Mér dettur í hug þegar einn bræðra minna fór til Geirlaugs rakara fyrir hart nær 50 árum og bað um að láta klippa sig eins og Berti múrari var klipptur. Berti múrari var sköllóttur og þá var tískan ekki eins frjálsleg og í dag þar sem allt er í tísku.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home