Sigríður Kristín Óladóttir

8.7.07

Við fundum lyktina af Roskilde Festival í dag!!!

Nú eru gestirnir farnir heim. Við borðuðum hér heima á föstudagskvöldið og buðum skemmtilegri vinkonu Möggu henni Elínu með okkur í mat. Hún ætlar að fara með okkur á bjórhopp áður en við förum heim og kynna okkur fyrir helstu brugghúsum og skemmtilegustu kránum hér í borginni. Það verður gaman. Það er óhætt að segja að það sé pínulítið tómlegt núna og stofan hjá okkur hefur breyst úr tveimur herbergjum í eitt. Við Bogga vöktum frekar lengi frameftir seinasta kvöldið og smökkuðum m.a. vín andanna. Við skemmtum okkur vel og sungum nokkur lög, sum jafnvel margrödduð! Takk fyrir samveruna hér Bogga, Loftur og Magga, þetta var mjög skemmtilegt.

Við Þórður skelltum okkur til Roskilde í dag. Við tókum strætó frá lestarstöðinni þar í bænum og að austurinnganginum . Vagninn var sko alveg troðfullur af fólki og sumt af því var mjög illalyktandi. Flestir voru í gúmmístígvélum sem hafa örugglega verið þung af leðju og fötin voru líka ansi óhrein. Það er auðvitað eðlilegt af því að veðurguðirnir léku ekki við hátíðargesti fyrr en í dag. Þegar við stigum út úr vagninum á svæðinu og ætluðum að anda að okkur fersku sveitarloftinu, fundum við eiginlega bara megna skítafýlu. Mér fannst eins og ég væri komin á svínabú, en Þórði fannst lyktin minna á lykt á öskuhaugum. Þetta hefur nú samt verið hátíð í dag miðað við föstudag og laugardag kíkið á þetta eða þetta, en leðjan var samt enn þrátt fyrir mikinn kostað hjá aðstandendum hátíðarinnar við að setja möl og sand í pollana.

En við tímdum ekki að borga 1300 krónur (danskar) fyrir að fara inn í dag. Við erum svo ung, en ef við værum orðin 60 ára þá hefðum við ekkert þurt að borga í dag. Við förum frekar seinna og tökum hátíðina þá með stæl. Veðrið var alveg ágætt í dag en svolítið hvasst, heitt og sól öðru hverju. Bestu kveðjur frá næstum því Hróarskelduhátíðargestum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home