Seinustu dagarnir í Danaveldi
Nú styttist óðum í að við leggjum af stað heim. Mikið hefur þetta ár verið fljótt að líða. Það hefur verið alveg meiriháttar upplifun að prófa að búa í öðru landi og kynnast öðruvísi þjóð og menningu. Ég hvet alla sem tækifæri hafa til þess að gera hið sama.
Við förum héðan þann 21. júlí. Stoppum í Færeyjum í 2 sólarhringa og fyrir austan í 3 vegna ættarmóts í móðurfjölskyldu Þórðar. Það verður skemmtilegt. Þóra og Atli ætla meira að segja að koma.
Í fyrradag keyrðum við suður Sjáland og enduðum í Højerup þar löbbuðum við um við Stevns Klint. Þar eru mjög sérkennilegir klettar eða björg. Steinninn er alveg ljós og maður skilur ekki alveg hvernig mönnum hefur tekist að höggva úr bjarginu. En steinn úr þessu bjargi hefur verið notaður í margar byggingar hér í Danmörku m.a. í Thorvaldsensafnið hér í Kaupmannahöfn.
Á leiðinni þangað fórum við á fínu sandströndina við Ishøj og þar lá ég í tæpan klukkutíma í sólbaði. Svo stoppuðum við í Køge og fengum okkur smá snæðing á veitinga-og kaffistaðnum Vivaldi sem er alveg frábær.
Núna ætlum við að labba niður í bæ til að skrá okkur úr landinu og ég ætla að athuga með flott stígvél á mig og nýtísku skó eins og myndin er af. Ég var búin að finna æðisleg stígvél á laugardaginn var. Þau voru bleik með rósum og hauskúpum, kúl ekki satt. En því miður voru þau ekki til í réttri stærð. Bestu kveðjur héðan.
Við förum héðan þann 21. júlí. Stoppum í Færeyjum í 2 sólarhringa og fyrir austan í 3 vegna ættarmóts í móðurfjölskyldu Þórðar. Það verður skemmtilegt. Þóra og Atli ætla meira að segja að koma.
Í fyrradag keyrðum við suður Sjáland og enduðum í Højerup þar löbbuðum við um við Stevns Klint. Þar eru mjög sérkennilegir klettar eða björg. Steinninn er alveg ljós og maður skilur ekki alveg hvernig mönnum hefur tekist að höggva úr bjarginu. En steinn úr þessu bjargi hefur verið notaður í margar byggingar hér í Danmörku m.a. í Thorvaldsensafnið hér í Kaupmannahöfn.
Á leiðinni þangað fórum við á fínu sandströndina við Ishøj og þar lá ég í tæpan klukkutíma í sólbaði. Svo stoppuðum við í Køge og fengum okkur smá snæðing á veitinga-og kaffistaðnum Vivaldi sem er alveg frábær.
Núna ætlum við að labba niður í bæ til að skrá okkur úr landinu og ég ætla að athuga með flott stígvél á mig og nýtísku skó eins og myndin er af. Ég var búin að finna æðisleg stígvél á laugardaginn var. Þau voru bleik með rósum og hauskúpum, kúl ekki satt. En því miður voru þau ekki til í réttri stærð. Bestu kveðjur héðan.
2 Comments:
Að hugsa sér að þetta ár sé bara liðið!!!
Þetta er alveg ótrúlega fljótt að líða. En það verður gaman að fá ykkur heim :)
By Karen, at 12/7/07 13:20
já árið er liðið... Ótrúlegt en satt, hlakka til að fá ykkur heim á stóra og fjölmenna heimilið okkar. Knús og kram...
Helga
By Nafnlaus, at 12/7/07 16:34
Skrifa ummæli
<< Home