Sigríður Kristín Óladóttir

7.6.07

Ærö var algjör paradís!!

Þá er frábærri ferð okkar til Ærö lokið. Við fórum þangað 31. mai og komum aftur til K.hafnar á þriðjudagskvöldið þann 5.júní. Eyjan er algjör paradís, þótt lítil sé. Hún er aðeins um 90 ferkm. og ca 30 km. löng. Íbúafjöldi er um 6900 og stærstu bæjirnir eru Marstal, Ærosköbing og Söby. Við vorum í stærsta bænum Marstal, en sigldum frá Svendborg til Ærosköbing. Þegar við keyrðum um borð í ferjuna í Svendborg fengum við á tilfinninguna að við værum að aka um borð í Akraborgina á meðan hún sigldi heima, gaman!!! Siglingin tók 75 mínútur sem voru ekki lengi að líða. Á Ærö er stærsta sólarorkuver í heimi og er staðsett í Marstal, það var gaman að sjá það. Það var líka mjög gaman að vera á harmonikumótinu, þar sem stanslaust var spilað á tveimur sviðum frá föstudegi klukkan 19:00 til klukkan 16:00 á sunnudeginum. Það voru reyndar smáhlé á spilamennskunni yfir blánóttina. Ég þarf endilega að setja inn myndir hér á síðuna fljótlega frá þessari frábæru ferð okkar.

Óli kom í gær og við skutluðum honum til Frederikssund og svo á hótelið í Lyngby. Hann er hér ásamt samstarfsfólki úr Hagaskóla í náms- og kynnisferð. Við eigum vonandi eftir að sjá aðeins meira af honum, en ef til vill ekki fyrr en á sunnudaginn. Við fórum á línudansæfingu í Kildevaldskirkju í gær. Við æfðum fyrir sýninguna sem verður á sunnudaginn og skemmtum okkur svo með hópnum í samtals 4 tíma, þeim fannst íslenska brennivínið mjög gott :)

Atli kemur á mánudaginn og ætlar að vera hér í tæpa viku, það verður gaman að fá hann í heimsókn. Þóra, Karen og Erna útskrifast allar þann 16.júní (íslenska, mannfræði og ljósmóðir), við getum því miður ekki verið með þeim á útskriftardaginn en vonandi verður þetta frábær dagur hjá þeim. Óli senior útskrifast úr Copenhagen Business School þann 22.júní og var svo elskulegur að bjóða okkur í útskriftarveisluna, það verður örugglega skemmtilegt.

Ekki meira núna, nema smá veður- og hitalýsing. Inni hjá okkur er 28 stiga hiti þrátt fyrir það að allir gluggar eru galopnir, en úti er 31 stigs hiti en sólarlaust. Ég ætti því líklega að prófa að loka gluggunum eða hvað?

4 Comments:

 • Það hefur greinilega verið notalegt hjá ykkur í Ærö, mamma þú ert svo mikil dúlla í hitanum. Loka öllum gluggum því hitinn kemur inn um gluggana. Draga allar gardínur fyrir og opna svo alla´glugga á nóttunni og lofta alla nóttina.

  Gangi ykkur vel í hitanum...
  ástarkveðja úr garðinum, nína sló í gær og ég er að reyna að eitra, keypti græjur í það í gær...

  kv.
  Helga og Nína á leið í sund með Balthasar

  By Anonymous Nafnlaus, at 7/6/07 13:53  

 • En hvað það hefur verið gaman hjá þér í ferðinni. Ég finn mikið til með þér í hitanum. Þær voru ófáar næturnar þar sem að maður vaknaði til að fara í kalda sturtu á nóttinni á Krít.
  Það er ekkert huggulegt að vera svona rosalega heitt!

  By Blogger Karen, at 7/6/07 14:53  

 • Ég hef líka komið til Ærö!!

  Ég var einmitt skiptinemi í Svendborg sem einnig er æðislegur staður og þaðan sigldi ég með "pabba" mínum á selgskútu til Ærö. Ég væri sko alveg til í að fara þangað aftur með fjölskylduna mína;o)

  Ég ætla að prófa að hafa gluggana opna í nótt...*úff* ;o)

  Heiðrún Hámundar

  By Anonymous Nafnlaus, at 7/6/07 22:31  

 • Við höfðum alla glugga opna í nótt, en það hafði ekkert að segja!!!
  Hér inni er núna 29 stiga hiti, en úti er 21°.

  Ég get trúað að Svendborg sé æðislegur staður við stoppuðum þar aðeins á út- og heimleið til og frá Ærö. Já og það er enginn smáfjöldi af seglskútum þarna, við töldum 50 skútur við eina af 10 bryggum í Marstal.

  By Blogger Frú Sigríður, at 8/6/07 08:15  

Skrifa ummæli

<< Home