Sigríður Kristín Óladóttir

9.9.06

Skólinn og Skessuhorn

Þá er skólinn byrjaður og þetta lítur allt vel út. Skipulagið er þannig að skólasókn er ekki mjög mikil, námið byggist meira á verkefnavinnu heima. Þetta hentar mér ágætlega og nú er ég mest að spá í að koma mér líka í sérstakt dönskunám.

Tíminn flýgur áfram, það er ótrúlegt en satt, að það er alveg að vera kominn einn mánuður síðan við lögðum af stað að heiman. Við göngum mikið hér og erum alltaf eitthvað að útrétta, síðast í sambandi við bankareikninga, danskan netbanka og leigusamtök. Sem sagt, við höfum haldið okkur á rólegu nótunum að undanförnu og lítið hefur verið um óvæntar uppákomur. Við höfum verið að þrífa ýmsa hluti hér í íbúðinni sem eru eða réttar sagt voru grútskítugir og fremur tímfrekir í þrifum, má þar til dæmis nefna rimlahurðir á fataskápum og trérimlagardínur. Okkur fannst við vera komin í hálfgerða hausthreingerningu, ekki getum við sagt jólahreingerningu á þessum árstíma!!!
Hér í íbúðinn er gaseldavél og ég kann mjög vel við að nota gas. Ég held nærri því að ég muni velja gas þegar kemur að endurnýjun á eldhúsinu heima.

Við erum nú áskrifendur að Skessuhorni og lesum hverja línu í því þegar það kemur, það kom í morgun, en seinast fengum við blaðið á föstudegi.

Næsta fimmtudag fáum við góða gesti, en það eru vinkonur mínar þær Elsa og Eygló ásamt mökum. Elsa verður 55 ára þann 15. september og munum við fagna þeim áfanga saman hér úti. Við ákváðum þetta eiginlega í sumar þegar Eygló varð 55 ára að gaman væri að hittast í Kaupmannahöfn á afmælisdegi Elsu.

Bestu kveðjur frá okkur.

5 Comments:

 • Dugnaður er þetta í ykkur. Við Atli erum einmitt að fara að þrífa hér heima í dag. Það er einmitt kominn tími á svona hausthreingerningu hér á þessu heimili.

  Vá hvað það verður gaman hjá ykkur næstu helgi. Ég efast ekki um það :)

  Góðar kveðjur hér heiman frá,
  Þóra

  By Anonymous Nafnlaus, at 10/9/06 13:22  

 • Finnst yndislegt að lesa pistlana þína Sigga mín. Góðar kveðjur frá Minna-Mosfellingum og við söknum ykkar sannarlega!

  By Anonymous Nafnlaus, at 10/9/06 15:56  

 • Hæ hæ, meiri dugnaðurinn í ykkur, velti því nú fyrir mér hvort það hefði verið að leita eftir verkefnum fyrir stuepige en þegar þú tókst sjálf þátt í þessum hausthreingerningum þá datt sú hugsun um sjálfa sig.

  hér veitti nú ekki líka af smá hreingerningu, held mig þessa dagana við smá í þeim efnunum. Stefni á gluggana næstu daga, alltaf gott að hafa eitthvað fyrir stafni. Eins og er er bara mikið að gera hjá okkur, morgunmatur með vinkonum, saumaklúbbur, þrífa bílinn og svo er ég jú grasekkja þessa dagana og þá er laus tími sjaldgæfur og maður verður að plana vel það sem tekið verður fyrir hendur!

  Koss og knús
  Helga

  By Anonymous Nafnlaus, at 10/9/06 20:10  

 • Well done!
  [url=http://ddbxkoka.com/hups/nkdj.html]My homepage[/url] | [url=http://bpihmpve.com/pkal/fvbf.html]Cool site[/url]

  By Anonymous Nafnlaus, at 17/9/06 17:15  

 • By Anonymous Nafnlaus, at 17/9/06 17:15  

Skrifa ummæli

<< Home