Sigríður Kristín Óladóttir

22.5.05

Myndin komin

Þetta er ferlega sniðugt, ég downloadaði Hello sem Helga notar til að koma myndunum út á Netið og bingó þetta gekk bara vel. En þetta er myndin sem Valli bróðir tók af okkur í afmælinu á Miðgarði.

Annars er allt gott að frétta, Þórður skilaði íbúðinni á föstudaginn og er fluttur hingað á Jörundarholt 15. Við buðum mömmu í bíltúr uppí Borgarnes í gær og gullkornið frá henni á leiðinni var um Ingva Hrafn. Hún sagði: Hann er bókstaflega alveg eins og steinbítur!! Steinbítur hefur aldrei verið talin til fagurfiska, enda kom svo hjá henni: Hann er svo ljótur að mér finnst að hann eigi alltaf að vera með sólgleraugu, þetta átti við Ingva en ekki steinbítinn.

Ég veit ekki hvað þetta er með mömmu og fiskana. Á sunnudaginn þegar hún kom í mat sagði hún við Þórð: Þú ert alveg eins og karfi í framan. Hann var að vísu vel rauður eftir sólbað þann dag. Hann svaraði bara sallarólegur: Það er fínt, maður á eftir að vera svona í 2-3 daga í viðbót og svo verð ég brúnn og sætur (eins og hann sé ekki alltaf sætur!)

þetta er gott í bili, ég ætla að skella mér smástund í pottinn og svo verð ég að fara niður í skóla að vinna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home