Sigríður Kristín Óladóttir

7.1.05

Til hamingju með afmælið Atli minn

Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann Atli Þór,
hann á afmæli í dag.

Hjartanlegar hamingjuóskir Atli minn, litla barnið mitt er 21 árs í dag, ég ætti auðvitað frekar að segja yngsta barnið mitt vegna þess að óhætt er að fullyrða að það er ekkert lítið eða smátt við hann Atla Þór.
Sumir, ég nefni þó engin nöfn, nefndu hann "hlunk" þegar hann kíkti á spilamennskuna í gærkvöldi, Atli steig að vísu óvenjuþungt á parkettið og þið vitið hvernig þetta er, þar sem timburgólf eru og þungt er stigið, þá gengur allt í byljum ekki satt?

Brennan var fín í gær, en mikið var okkur orðið kalt þegar við komum heim. Við Helga, Nína og Kim gengum saman frá Arnardal og gengið var þokkalega hratt, því það tók tæpar 10 mínútur að ganga að brennunni. Það var líka gaman að Dóra mágkona kíkti í gærkvöldi í smáspjall og ostanart.

Ég fylltist von þegar ég fékk tölvupóst frá Jóni Sveins í morgun og fyrirsögnin var "Greiðsla", en því miður var þetta ekki greiðsla til mín og ekki viðkomandi Reynigrundinni, heldur var þetta vegna Kirkjubrautarinnar og aðeins nokkrir þúsunkallar sem skiptast á milli barnanna Helgu, Óla og Þóru. En ljósi punkturinn er að krakkarnir fá þarna nokkrar krónur.

Best að fara að drífa sig í að taka niður jólaskrautið, eða í það minnsta, byrja á því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home