Sigríður Kristín Óladóttir

6.1.05

Þrettándinn

Jæja í dag er síðasti dagur jóla og allir jólasveinarnir fara heim til sín í kvöld eða nótt. Dagurinn byrjaði alveg ljómandi og veðrið er eins og best verður á kosið. Ég stefni á að fara í blysförina og ganga frá Arnardal að brennunni sem verður á Jaðarsbökkum, þ.e.a.s. ef einhver nennir að ganga með mér. Mér heyrðist á Helgu í morgun að hún er alveg til í gönguna, Nína jafnvel líka og ef til vill fleiri.
Já þær mæðgur eru hér í stuttri heimsókn en það er dásamlegt að hafa þær og svo kom Hlynur líka þannig að börnin mín og barnabörnin eru öll hjá mér núna, gaman, gaman.
Nína var aðstoðarkennari hjá mér frá klukkan 8 - 9,20 og þetta gekk alveg eins og í lygasögu. Svo fór Nína út í frímínútur og hitti Kim og fleiri nemendur í 5. bekk, þ.e. 5. I.G.
Stelpur úr hinum 5. bekknum hittu Nínu á ganginum og buðu hana velkomna í skólann, héldu að hún væri nýr nemandi hér í Brekkubæjarskóla. Núna er Nína í tíma með Kim og hinum krökkunum og kemur ef til vill til mín klukkan 11.

Atli verður 21. árs á morgun og þá fara þau öll til Reykjavíkur, þar ætla þau að hitta Agga, fara með honum út að borða og ef til vill í keilu, góða skemmtun elskurnar.
Óli og Þóra eru líka að flytja aftur í stúdentagarðana á morgun, Hlynur fer heim til sín á morgun og Helga og Nína fara út til Þýskalands snemma á sunnudagsmorguninn. Þannig að eftir helgi verður tómlegt í Jörundarholtinu.

Það er búið a senda stefnuna vegna riftunar á kaupsamningnum vegna Reynigrundarinnar upp á Skaga og verður tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands þann 18. janúar. Ég held að það þýði ekkert að lifa í voninni um að fólkið borgi úr því sem komið er, þau hafa ekki látið í sér heyra, þrátt fyrir loforð um að láta mig vita, ómerkilegt það. Ég skoðaði einmitt húsið mitt í Jörundarholtinu þann 19. janúar fyrir tæpu ári. Atli Þór heitinn var einmitt fæddur 19. jan. 1950.

Krakkar og Þórður, hvað segið þið um osta og rauðvín eða bjór í kvöld og spilamennsku?
Jæja nú er ég að fara að kenna aftur og da da radd-a da...
Lífið er dásamlegt!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home