Sigríður Kristín Óladóttir

10.11.04

Lög?

Ég hef verið frekar slöpp í rokkinu að undanförnu, en það er bara stundum svona.
Baksturinn gekk vonum framar hjá okkur Þórði á sunnudaginn og hann er bísna efnilegur pilturinn. Hann var nú samt að grínast með það að þetta væri æfing fyrir mánudagskvöldið, úps!!
Við bökuðum yfir 100 fyllt horn og ennþá fleiri kanilsnúða sem verður hluti af kaffibrauðinu á laugardaginn á Haustmóti línudansara. Það eru komnir yfir 40 þátttakendur sem er alveg frábært.

Á mánudaginn byrjaði matreiðslunámskeiðið fyrir fatlaða. Kennslan gekk alveg einstaklega vel, þrátt fyrir mikla fötlun sumra þátttakenda og þetta var mjög ánægjuleg kvöldstund. Þessir einstaklingar eru svo jákvæðir og þakklátir fyrir allt sem gert er að það vekur mann til umhugsunar og sjálfsagt á ég eftir að læra heilmikið á þessari kennslu.

Ég skrapp í bæinn í dag, hitti krakkana og svo fórum við Þóra á búðarráp og versluðum smávegis, það er alltaf gaman að hitta krakkana og kíkja í búðir.

Ég var alsæl með úrslit atkvæðagreiðslunnar um miðlunartillöguna og samstöðuna hjá okkur, en 93% felldu tillöguna, frábært.
Það voru mikil vonbrigði að uppúr slitnaði í viðræðum viðsemjenda í kennaradeilunni í dag, en mér finnst liggja í loftinu að sett verði lög á okkur. Ég er líka ánægð með að forsvarsmenn okkar kennara eru búnir að gera allt sem þeir geta til að leysa þennan hnút og boltinn er því hjá launanefndinni eða ríkinu sem verður að fara að grípa inní með einhverjum ráðum.

Hvað ætli gerist á morgun?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home