Sigríður Kristín Óladóttir

4.11.04

Kennarar sem nenna ekki að vinna:
Þegar þessi pistill er skrifaður bendir flest til þess að kennarar muni fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara og verkfall skella á að nýju næstkomandi mánudag. Flestir sem fylgjast með þessari vinnudeilu úr fjarlægð, ég sjálfur meðtalinn, hafa furðað sig á heift kennara og ekki minnkar furðan nú þegar til stendur að hafna þessari fáheyrðu launahækkun.

Ótrúlegt en satt en, svona hefst grein á sellan.is eftir Pétur Maack Þorsteinsson . Óli bloggar um þennan pistil og segir m.a. FÍNT!!! Guð hvað það væri búið að drulla yfir þessa grein ef það væri hægt að kommenta á þetta þarna.
Það væri gaman að sjá hvort að hann myndi sætta sig við sömu laun og launakjör og kennarar hafa eftir að hafa lokið 3ja ára sálfræðinámi við H.Í.

Annars kom Kristján potto.... í gær og kíkti á pottinn minn. Ég hef verið óánægð með hve vatnið hefur verið grátt, eða ekki nógu tært. Hann sagði að potturinn væri í fínu lagi og virkaði eins og hann á að gera. En aftur á móti væri samsetningin á vatninu ekki í lagi bæði hvað málma og sýrustig varðar. Vonandi kemst þetta í lag. Hann sagði að það væri gaman að mæla vatnið hjá nágrönnunum og athuga hvort þauð er eins. Ég skelli mér í næsta hús eða á móti og bið kurteislega um vatn í glas. Fer svo heim og geri mælingar, pottormurinn gaf mér nefnilega græjur til þess að mæla vatnið, ef vatnið er í lagi hjá nágrannanum fer ég bara aftur og bið um vatn í pottinn!! (að er um 950 lítrar)

Við fórum á Úlfhamssögu á laugardaginn og skemmtum okkur vel. Það eru nú meiri framkvæmdirnar í Hafnarfirði, bæta við hringtorgum und alles. En ég er ákveðin í því að fara ekki eftir leiðbeiningum Þórðar í umferðinni oftar, alla vega ekki fyrr en hann er búinn að venjast nýju gleraugunum og farinn að sjá eitthvað til hliðanna. Hann væri fínn í Englandi og Ástralíu, en þar er vinstri umferð.Ælunin var að fara á harmonikuball á eftir en ballið var slegið af, einhver álög eða hvað?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home