Sigríður Kristín Óladóttir

20.11.04

Föndur og ball

Ég er að fara að leggja af stað til Reykjavíkur. Við systur skóla ætlum að föndra eftir hádegi í dag, eitthvað voða sætt með servíettum á dollur eða dósir.
Svo er harmonikuballið í kvöld, þannig að ég hringi í þig á morgun Helga mín. Nú er ég búin að kaupa mér kort sem ég prófaði þegar ég hringdi á fimmtudaginn, en þá var síminn hjá ykkur bilaður. Þegar ég nota kortið, kostar mínútan rúmar 3 krónur sem er alveg skítódýrt (venjulega um 20). Ég sá á MSN inu í morgun að síminn hjá ykkur ætti að komast í lag í dag.

Ég var að kenna fatlaða fólkinu í gærkvöldi og nú er ég búin að vera tvisvar með báða hópana. Þetta eru alveg frábærir tímar og þátttakendurnir eru alveg meiriháttar. Ég var heppin að einn nemandinn skar sig ekki þegar hann var að skera lauk í gær, ég segi ykkur frá því seinna. Núna er það sturta og svo að drífa sig í borg óttans.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home