Sigríður Kristín Óladóttir

15.9.04

Elísabet Halldóra Einarsdóttir vinkona á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Elsa mín!

Bara nokkrar línur til að láta vita að ég er enn á lífi,(lífið er dásamlegt) þótt lítið gerist í blogginu. Haldið þið að ég hafi ekki klárað að mála gluggana í gærkvöldi!!. Já í gærkvöldi, það var sko alls ekki nógu bjart, og þó. Það getur verið gott að hafa afsökun, ef einhver finnur eitthvað að einhverjum glugga ( það eru vissulega litlar líkur á því) þá er það sko glugginn sem var málaður í myrkrinu.Hahahaha.
Ég skrapp svo niður á Ægisbraut og hitti Óla sem var á hljómsveitaræfingu og hlustaði á eitt lag með þeim. Ég þurfti að hlusta úti, af því að ég komst ekki inn fyrr en ég hafði hringt í Óla.

Annars er allt gott að frétta, skólasysturnar koma til mín helgina 24. - 26. september og vonandi koma Jóhanna, Sigga Guðna og Þórunn þann 23. sept.

Valli litli bróðir minn verður 50 ára á mánudaginn og hann sagði við mig í dag, þá verð ég búin að ná þér. Ég er alveg sátt við það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home