Sigríður Kristín Óladóttir

2.7.03


Ég skelli hér inn dagskrá Írskra daga, vonadi verður gott veður.

Írskir dagar verða haldnir í fjórða sinn á Akranesi 10. - 12. júlí n.k. Stefnt er að því að þessa daga fari fram fjölbreytt hátíð með skemmtunum og fróðleik fyrir alla fjölskylduna.

FRÍTT Í GÖNGIN 11. JÚLÍ Á 5 ÁRA AFMÆLI SPALAR


HVAÐ VERÐUR Í BOÐI Á ÍRSKUM DÖGUM...........
Dagskrá ÍRSKRA dag, 10-12 júlí 2003.

FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ:
kl. 10-18 Tilboðsdagar í verslunum og götuleikhús
Skagaleikflokksins á götum bæjarins.

kl. 19:15 ÍA-ÍBV í Landsbankadeildinni. Götuleikhús
Skagaleikflokksins mætir á svæðið.

kl. 20:30 Limrunámskeið í Maríukaffi. Skráning í síma 433-1000.

kl. 22:00 Kvintettinn Önnur Útgáfa spilar á Breiðinni Jass og
írsk lög.

kl. 22-01 Írsk stemmning á veitinga- og skemmtistöðum með
óvæntum uppákomum.


FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ:

kl. 10-18 Tilboðsdagar í verslunum.

kl. 12-18 Götuleikhús Skagaleikflokksins á götum bæjarins.
Tekið verður á móti öllum gestum sem koma í bæinn
og dagskrá afhent.

kl. 12-14 Evrópumót í sandkastalabyggingum á Langasandi

kl. 13-19 Kajakaleiga, Jet-Ski, banani og sjófallhlíf við
Langasand og Paintball á miðbæjartúni.

kl. 15:30 Dorgveiðikeppni á aðalhafnargarði.

kl. 18:00 Móttaka á víkingaskipinu Íslendingi með fallbyssuskotum, tónlist og götuleikhússtemmningu.

kl. 19:00 Grillstemmning um allan bæ. Íbúar við götur bæjarins slá saman í grill og skemmta sér og sínum.

kl. 22-03 Írsk stemning á veitinga- og skemmtistöðum með óvæntum uppákomum.

kl. 23-03 Írafár með Birgittu Haukdal innanborðs á stórdansleik á Breiðinni.


LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ:

kl. 10-16 Tilboðsdagar í verslunum og götuleikhús Skagaleikflokksins á götum bæjarins.

kl. 08:00 Golfmót Sumarmóts Bylgjunnar á Garðavelli.

kl. 09-19 Bátadagar á Akranesi. Snarfari, félag sportbátaeigenda, kemur til Akraness og býður
upp á spyrnukeppni og stöðugt líf og fjör við Akraneshöfn.

kl. 10-19 Víkingaskipið Íslendingur býður upp á siglingar. Forsala við höfnina frá kl. 9-14

kl. 11-18 Markaðsstemning við höfnina, ýmis varningur til sölu í skemmu Sementsverksmiðjunnar

við höfnina, s.s. handverk og margt fleira.

kl. 12-18 Kajakasiglingar, Jet-Ski, banana- og bátafallhlífaleiga ásamt þyrluflugi.

kl. 12-19 Go-kart og Paintball við Stillholt, miðbæjartúni.

kl. 13-16 Flugmódelfélag Akraness sýnir flugkost sinn og listir við rætur Akrafjalls.

kl. 13-14 Spyrnukeppni og sýningar á sportbátum, sæsleðum og snekkjum á Krossvíkinni.

kl. 13-17 Sumarmót Bylgjunnar á Hafnarsvæðinu. Sumarmót Bylgjunnar er fjölskylduskemmtun og með í
för eru helstu skemmtikraftar landsins. Afi á Stöð 2 skemmtir krökkunum, Laddi töframaður og
Kristján Ársælsson fitnessmeistari mun setja í gang krakkafitnessbraut sem klikkar ekki.
Sprell-leiktæki verða um allt svæði og Fanta-Finnur lofar að vera í góðu stuði með SS
pylsuparinu. Hin landsþekkta hljómsveit Land & synir verður með í för og ætlar að halda uppi
góðu fjöri allan daginn og endar sumarmótið með dansleik í Hvíta húsinu. Útvarpsmennirnir
Rúnar Róberts og Ívar Guðmunds verða í beinni á Bylgjunni frá hádegi til kl. 16:00

kl. 13-17 Leiktæki fyrir yngstu börnin s.s. hoppikastalar og barna Go-Kart bílar.

kl. 15:00 Þórdís Björnsdóttir opnar sýningu í Kirkjuhvoli. Sýnd verða bútasaumsverk.

kl. 17:00 Keltaleikar. Kraftakeppni í keltneskum greinum á hafnarsvæðinu.

kl. 20:30 Kvöldskemmtun allrar fjölskyldunnar í Íþróttahúsinu við Vestugötu. Fram koma: fjöllistamaðurinn
Mighty Garreth, Sveppi og Auddi úr Popptíví skemmta og stjórna m.a. keppni um rauðhærðasta
Íslendinginn, danshópurinn Auður og Úlfarnir dansa írska dansa og slegið verður Íslandsmet í
Congadansi, Paparnir spilaa þekkt írsk lög og að lokum spilar Abbababb írsk lög og aðra tónlist til
klukkan 24:00.

kl. 22-03 Írsk stemning á veitinga- og skemmtistöðum með skemmtilegum uppákomum.

kl. 23-03 Paparnir skemmta á risadansleik á Breiðinni.


SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ:

Á sunnudag verða ýmsir aðilar með áframhaldandi dagskrá frá hádegi og fram eftir degi, s.s. Go-Kart, Paintball, sjósportsaðilar og fleira.

ÞESS MÁ GETA AÐ ÞESSA SÖMU HELGI VERÐUR LOTTÓ-MÓTIÐ Í KNATTSPYRNU OG STÓRMÓT Í GOLFI Á GARÐAVELLI.
0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home