Sigríður Kristín Óladóttir

20.4.03

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag...... hann Óli Örn er 25 ára í dag. Já og Jón Val. frændi líka hann er 26 ára í dag. Til hamingju með daginn Óli Örn og Nonni . Páskadagur runninn upp og páskafríið er alveg að vera búið. Tíminn líður allt of hratt.

Við fórum í skemmtilegan leik í morgun, þegar öll fjölskyldan fór að leita að páskakörfum. Vegna vætu færðum við leikinn inn í hús, en ætlunin var að vera úti. Leikurinn er fólginn í leit að körfum sem voru vandlega faldar og eru fullar af páskaeggjum og kanínum. Körfurnar voru útbúnar í gærkvöldi og voru merktar með nafni allra á heimilinu. Í hverri körfu voru líklega 20 - 30 egg sem Helga og Alex komu með frá Þýskalandi. Það gékk vel hjá öllum nema Atla að finna körfurnar, hann var farinn að halda að hann ætti enga körfu, en karfan hans fannst auðvitað að lokum.

Við skelltum okkur svo í göngutúr áðan, sumir fóru í skógræktina og aðrir fóru niður í bæ. Veðrið var mjög gott, logn og smá regnúði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home