Sigríður Kristín Óladóttir

20.10.03

Það er aldeilis búið að vera nóg að gera að sýna húsið um helgina. Vonandi fer eitthvað að gerast vegna þess að allt þetta fólk er búið að koma tvisvar.

Hlynur var sérlegur aðstoðarmaður minn í gærkvöldi og sagði m.a. frá músinni sem við veiddum í gildru í kjallaranum. Það hefur sem betur fer farið fram hjá honum að mýsnar voru tvær. Hann vorkenndi músinni, (en ekki ömmu sinni) og sagði að músin hefði verið svöng og það var svo mikið myrkur að músin hefði ekkert séð og hefði því labbað beina leið í gildruna.
Ég sem var búin að biðja Atla að fela músagildruna og ætlaði ekki að segja frá þessum auka íbúum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home