Sigríður Kristín Óladóttir

3.9.03

Þetta gengur ekki lengur, ég hef ekkert skrifað í rúman mánuð og var að glata öllu sem ég skrifaði áðan.

Heimasíðan mín er líka dottin út, þetta er nú meira ástandið. Nú er skólastarfið komið alveg á fullt og mér líst vel á skólabyrjun og nýja skólastjórann.

Við fórum í skemmtilega "fullvissu ferð " á föstudaginn. Óvissuferð var farin hjá okkur í vor en nú var sem sagt fullvissuferð. Við byrjuðum á að fara í keilu og svo var farið með rútu inná Bjareyjarsand og þar var borðað og skemmt sér fram eftir öllu. Skemmtilega skemmtinefndin stóð sig frábærlega eins og venjulega.

Fyrr um daginn fór ég ásamt Guðbjörgu Á og Þórgunni í fuglaskoðunarferð undir leiðsögn Búdda sem heitir fullu nafni Björn Ingi Finsen. Þetta var skemmtilegt og fróðlegt og er liður í átaki sem heitir Göngum til heilbrigðis sem Tómstunda - og forvarnarnefnd + Skipulags- og umhverfisnefnd Akranesskaupstaðar stendur fyrir. Við sáum 16 fuglategundir, en þeir sem kláruðu gönguna ( við fórum í fullvissuferðina) sáu 19.

Ég er byrjuð að dansa línudansinn aftur og er ánægð með það, þetta er alltaf gaman og feikigóð leikfimi.

Í dag pantaði ég hjólastól fyrir mömmu, en ég veit ekki enn hvort það gengur. Ef ekki, þá er hægt að fá leyfi til að sækja hana að flugvélinni sem á að lenda kl. 22,50. Við tölum saman fyrir helgi Helga mín.

Bræður mínir eru í Vatnsdalnum að "veiða, sleppa" og koma á laugardag nema Maggi sem kemur á sunnudaginn.

Ég skal setja uppskriftina að sumarbústaða-tortilla forréttinum á morgun eða hinn fyrir þig Helga og hjúkkuvinkonurnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home