Sigríður Kristín Óladóttir

17.10.03

Þetta gengur ekki lengur. Valli bróðir ætlar að taka mig út af favorites ef ég hætti alveg að blogga.

Alex til hamingju með vinnuna, þetta er alveg frábært (ég var nú samt farin að hlakka mikið til að fá ykkur heim). Helga nefndi að nú ættum við að panta okkur flug út um jólin, við sjáum til.

Það er svo sem alltaf nóg að gera í vinnunni, skólanum og áhugamálinu. Ég er afar ánægð með stöllurnar sem ég er með í hóp í Stafrænu gjánni hjá Salvöru og Ranns. nýsköpun og þróunarst. hjá Allyson, frábært.

Valli ég gleymdi að segja þér áðan að nú er ég kölluð frú Sigríður eða frú Sigríður Kristín í skólunum (Brekkubæjarsk. og KHÍ) af nemendum, jafnt ungum sem öldnum og samstarfsfólki , en auðvitað er ég alltaf Sigga systir þín.

Eveline til hamingju með afmælið.

Hér er stutt ritgerð eftir unga stúlku:
Blóð
Blóðið rennur úr nefinu og er rautt. Það er líka til blóð í þumalfingrinum og fleiri fingrum. Það sér maður þegar maður sker sig á beittum hníf. Það er líka blóð í hjartanu, þótt maður sjái það ekki.
Við notum blóðið í stríði, til þess að verja okkur með, og það er líka notað í slátur. Það eru til margar og mismunandi tegundir af blóði. Það er til dæmis talað um gæðablóð, letiblóð og blátt blóð. Mennirnir sem hafa mikið blóð eru kallaðir aðalsmenn og greifar, en í þeim er blóðið þykkt og blátt á litinn. Í gamla daga notuðu menn blóðið til að baða sig í, eins og við lærum í sögunni, til dæmis blóðbaðið í Stokkhólmi.
Blóð er einstaklega ógeðslegt. Það líður yfir fínar dömur þegar þær sjá það. En þeir sem þola að sjá blóð, eru kallaðir hetjur og ganga með orður í brjóstinu. Þeir eru bara með einn handlegg eða fót.
Maður notar líka blóðið þegar maður vill roðna.

Það kom fólk að skoða húsið seinnipartinn í dag, mér dettur nú alltaf í hug þegar einhver kemur að skoða að sumpart er ég fegin að húsið selst ekki því að, hvað á ég að gera við allt innbúið og draslið úr svona stóru húsi?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home