Sigríður Kristín Óladóttir

23.1.07

Áfram Ísland!

Við trúðum þessu ekki þegar við náðum loks netsambandi til að hlusta á lýsinguna á rás 2 í gærkvöldi, en .... Ísland er komið í milliriðil Heimsmeistaramótsins í Þýskalandi eftir ótrúlegan sigur á Frökkum 32-24 . Ég sagði einmitt við Þórð fyrir leikinn: Ég ætla sko að halda með Frökkum, mér finnst París dásamleg borg!! Ég ákvað líka að halda með Norðmönnum á móti Dönum af því að þau lið sem ég held með tapa alltaf. Það brást heldur ekki að þessu sinni!!!!
Íslendingar mæta Túnis í fyrsta leik milliriðilsins á miðvikudaginn. Á fimmtudag leikur Ísland gegn Pólverjum og á laugardag mætir Ísland Slóvenum og á sunnudag er síðasti leikur liðsins í milliriðlinum gegn Þjóðverjum. Ótrúlega spennandi ekki satt?
Við munum líklega sjá leikinn gegn Þjóðverjum á sunnudaginn, við höfum getað séð leikina sem Þjóðverjar hafa spilað hingað til.

Annars er allt gott að frétta af okkur. Í gær snjóaði og hitinn var - 3°. Það varð sem sagt allt hvítt og það var meira að segja haglél á leiðinni heim úr skólanum. Við vorum einmitt að tala um það í morgun að við þurfum líklega að kaupa okkur sköfu til að skafa af bílnum ef við ætlum að fara eitthvað á honum núna. Hann er alveg þakinn snjó þessa stundina.
Atli er búinn að senda okkur pollagallana og það var eins og við manninn mælt, um leið og þeir voru komnir í póst, hætti að rigna og byrjaði þess í stað að snjóa!!!
Ég var nefnilega viss um að það mundi rigna alveg út í eitt fram á haust ef við hefðum ekki rétta útbúnaðinn, sem sagt pollagallana okkar.

Í gær breytti ég hjá mér í tölvunni þannig að nú get ég skipt á milli lyklaborða, íslenkt, danskt og þýskt. Það er ekki það, ég skrifa ekki neitt á þýsku en það er ágætt að hafa það ekki satt Helga?
Nú ætla ég að skrifa öll heimaverkefnin á tölvuna. Bæði er það að miklu fljótlegra og svo hefur breyst hjá okkur í skólanum varðandi skriflegu heimaverkefnin. Nú leiðrétta kennararnir verkefnin okkar með leiðréttingarlykli og skrifa t.d. Ø3(vantar kommu) M3 (samtengingu vantar). Við þurfum að leiðrétta verkefnin sjálf og skila þeim aftur leiðréttum. Það er því gott að við keyptum okkur prentara fyrir jólin þannig að þetta verður bara allt í lagi. Ég sé að á þessu verkefni mínu sem ég þarf að leiðrétta, að flestar villurnar eru þær að það vantar kommu.

Ég var að tala við Helgu sem sagði mér að Balthasar litli er líklega komin með kíghósta, æ,æ, litla skinnið. Ef það reynist rétt, þá er hann vonandi frekar vægur. En á doktor.is segir m.a. um kíghósta : Kíghósti er bakteríusýking sem veldur slæmum langvarandi hósta. Hann er nú sem fyrr hættulegur ef börn undir 6 mánaða aldri fá hann þar sem þau hafa þrengri loftvegi en eldri börn og seigt slímið gerir þeim erfitt að ná andanum.
Við biðjum að heilsa ykkur í bili, en það er aftur farið að snjóa pínulítið hér maður ætti kanski að fara út í snjókast!

3 Comments:

 • Það var í fréttablaðinu í dag að nú á að fara að bólusetja 14 ára unglinga fyrir kíghósta.

  B.kv. Þóra

  By Anonymous Nafnlaus, at 23/1/07 10:45  

 • þetta er nú meira vesenið. Í þessum sama pistli og mamma hefur þessar upplýsingar um kíghósta stendur líka að bólusetning veitir ekki nema 50 % vörn eftir fyrstu tvær bólusetningarnar og svo 70-80% þannig að það er eins og með mjög margar bólusetningar að full vörn næst ekki. En áhugavert með að bólusetja 14 ára unglinga... Þetta er mjög smitandi!

  En hann er harður drengurinn og við ætlum að fara á morgun til náttúrulækningakonu sem ég hef tröllatrú á að færi okkur að lausninni....

  kveðja úr kuldanum
  Helga

  By Anonymous Nafnlaus, at 23/1/07 11:09  

 • Vonandi batnar honum fljótlega. Þetta er svo erfitt fyrir litla skinnið og ekkert sem þú getur gert fyrir hann.

  Kannski finnur náttúrulækningakonan eitthvað fyrir hann :)

  By Blogger Frú Sigríður, at 23/1/07 12:13  

Skrifa ummæli

<< Home