Sigríður Kristín Óladóttir

16.10.06

Sumarhús, gestir og vetrarfrí!

Nú er sumarhúsadvöl okkar lokið. Þetta var alveg dásamlegur tími. Það var mjög gaman að mamma, Þóra og Atli komu í heimsókn hingað út og Helga og fjölskylda komu frá Þýskalandi, það vantaði bara Óla og fjölskyldu til að öll börnin mín og mamma væru hér á sama tíma, en það er ekki á allt kosið. Við Þórður vorum reyndar ekki alveg allan tímann í bústaðnum vegna skólans, en það er allt í lagi. Veðrið lék við okkur og gestina hér, en það var svolítið kalt á laugardeginum. Balthasar var svo góður að það var alveg aðdáunarvert og Nína var alveg eins og fullorðin manneskja. Hún eignaðist stax marga ferfætta vini sem hún heimsótti daglega, spjallaði við þá og færði þeim eitthvert góðgæti svo sem epli, brauð eða safaríkt gras. Húsið sem við pöntuðum var mjög fínt og vel búið á allan hátt. Við höldum helst að eigendurnir búi í því á milli þess sem það er leigt út. Við fórum til Hróarskeldu, sem er skemmtilegur bær. Við skoðuðum reyndar ekki Víkingaskipasafnið, það gerum við bara seinna.
Á föstudeginum fórum við yfir til Orö. Við fórum með bílana á ferju sem er ekki með stýri, en vírar eru á milli hafna, ég kann ekki að útskýra þetta betur, hjálp Valli!
Siglingin tekur aðeins 6 mínútur. Við keyrðum um þessa litlu fallegu eyju, m.a. á grasivöxnum götum sem voru hálfgerðar torfærugötur. Mamma bauð okkur svo í góðan mat á Hótel kránni á eynni. Þegar við fórum til baka lögðu Alex og Helga og börn af stað 3-5 mínútum á undan okkur. Þegar við nálguðumst ferjuna leist okkur ekki á blikuna þegar Þórður hægði ekkert á sér þegar við nálguðumst hana. Við vorum því nokkuð samtaka allar þrjár, mamma, Þóra og ég í því að benda honum á að ferjan var farin, úps!!! Hann tók sem sagt ekki eftir því að ferjan var farin, eða ef til vill hefur hann haldið að hann væri aðalpersónan í hasarmynd, þá hefði líklega heppnast að láta bílinn fljúga 50 - 100 metra eða svo.
Á laugardaginn fórum við með Þóru og mömmu í Tívolí, nú er Hallowen þar, eða frá 13. - 22. okt. Það var gaman að sjá breytinguna á Tívolíinu frá því sem var í september, þetta er allt annað svæði. Mamma gekk um allt svæðið eins og ekkert sé, en við Þóra fórum í eitt tæki, rússíbanann og vá þetta vara hrikalegt! Ég sagði við Þórð þegar hann spurði um ferðina að ég hefði slagað þegar ég kom aftur til jarðar, góð!!Við Þórður eigum örugglega eftir að fara aftur þangað og kíkja inní öll litlu húsin sem komin eru á svæðið.
Atli fór heim á fimmtudaginn, en mamma og Þóra á laugardagskvöldið og voru því dauðþreyttar þegar heim var komið.
Á sunnudaginn kom Magga mágkona Þórðar í frokost og færði okkur þessa fínu orkideu. Það var gaman að hitta Möggu, hún er alltaf svo hress. Við vorum búin að panta tíma í hinu þvottahúsinu sem er hér og áttum tíma klukkan 11 þannig að við yfirgáfum Möggu smástund til að setja í vélarnar. Ég pantaði tvo tíma og gat því sett í 4 þvottavélar. Þegar við vorum búin að setja þvott og sápu í vélarnar, gerðist ekkert þegar við ætluðum að setja þær af stað. Við prófuðum alla rofa, en ekkert gekk. Svo ég (það er alltaf svoleiðis, ég þarf að gera allt á þessu heimili!) var send út til að sækja hjálp! Ég fann ungan mann sem kom með okkur og hann skildi heldur ekkert í þessu, prófaði útsláttarrofana eins og við höfðum gert, en vélarnar neituðu enn.
Svo leit hann á stórt spjald á veggnum og las fyrir okkur: Þvottahúsið á ekki að nota á sunnudögum!
Við máttum því taka þvottinn úr öllum vélunum og hætta við þvott í bili. Þetta erum við Þórður í Danmörku!!
Nú erum við í viku vetrarfrí í skólanum, við skreppum örugglega eitthvað í fríinu. Bestu kveðjur héðan.

4 Comments:

 • Ohhhh hvað þetta hefur verið frábært frí hjá ykkur!!
  En sveiattan að það sé einhver þvottavéla gestapo sem leyfir ekki þvott á sunnudögum.... er maður bara þvingaður til að halda hvíldardaginn heilagan!!

  By Blogger Karen, at 16/10/06 12:42  

 • Takk kærlega fyrir frábæra viku :)
  B.kv. Þóra

  By Anonymous Nafnlaus, at 16/10/06 16:20  

 • Já þetta var rosalega gaman, þetta með sunnudagana er líka svona hér....
  Það má ekki hengja út þvott, má ekki þvo bílinn eða neitt....

  Bkv.Helga

  Kíkið á Nínu, reyndar á þýsku, www.tiernina.blogspot.com

  By Blogger Helga, at 16/10/06 16:45  

 • Hahaha... þvílíka ævintýrið alltaf hreint hjá ykkur! Þú þarft bara að setjast niður þegar þú hefur tíma og byrja á skáldsögu í jólabókaflóðið... af því að þetta er óneytanlega eins og í lygasögu... Þú gætir skírt hana 'Hasar í Danmörku - Útivinnandi húsmóðir í námi á hættulegasta stað í heiminum!'

  By Blogger Rokkarinn, at 17/10/06 09:18  

Skrifa ummæli

<< Home