Sigríður Kristín Óladóttir

7.10.06

Góðir gestir og málverk!

Það eru komnir góðir gestir til okkar. Atli kom um hádegisbilið í gær og fór með okkur í bæinn og svo löbbuðum við heim. Við Þórður létum klippa okkur á hárgreiðslustofu sem íslenskar stelpur eiga rétt við strikið. Sú sem klippti okkur, Inga Rós heitir hún er stórfrænka Gunnþórunnar skólasystur. Mamma og Þóra komu í gærkvöldi og við fórum á þetta fína hótel sem er hér beint á móti, hóteli Adina. Við settumst svo aðeins niður á hótelbarinn og mamma og Þórður fengu sér kaffi, en við Þóra fengum okkur einn öl eller to.

Elsku Hlynur! Takk fyrir málverkið, það er svakalega fínt og er komið uppá vegg hjá okkur. Takk fyrir bréfið líka, þú ert svo duglegur að skifa. Þú skrifar bæði vel og rétt.

Við erum öll hér í íbúðinni okkar, en eftir hádegi leggjum við í hann til Vellerup í sumarbústaðinn og hittum Helgu, Alex, Nínu og Balthasar. Það verður aldeilis gaman.
Meira seinna, hafið það gott um helgina.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home