Sigríður Kristín Óladóttir

20.9.06

Heimsókn hingað.

Það er óhætt að segja að tíminn líður hratt, helgin var liðin áður en maður vissi af. Den dejlige Danmark tók svo sannarlega vel á móti Elsu, Reyni, Eygló og Gilla, fyrst við Þórður á Kastrup með bros á vör og svo var veðrið ekki dónalegt, sól og rúmlega 20 stiga hiti. Eftir kossa og klemmur var ákveðið að halda í stórum taxa á "lavilla" sem var heimagisting sem þau höfðu pantað. Farið var inn um svart hlið sem var á hárri svartri girðingu, fyrir innan blasti við timbur og drasl sem fylgir byggingaframkvæmdum. Við gengum áfram og komum að verönd með 2 þreyttum tréborðum og stólum, opið var inn í setustofu og eldhús. Við kölluðum og bönkuðum og eftir stutta stund kom sveittur færeyskur maður og sagði: Konan ekki heima, ég hringja, ég hringja. Hann hringdi og sagði rennsveittur með titrandi röddu, stór hópur er kominn!! Svo sagði hann okkur að bíða konan kemur fljótt, bara fá kaffi, bara fá kaffi. Við helltum uppá og fengum okkur kaffi, bætt með góðum bragðefnum þar sem engin mjólk var í boði!! Svo kom konan og kom þá í ljós að aðeins eitt lítið 2ja manna herbergi var laust hjá henni. Þetta var alls ekki skv. tölvusamskiptum hennar og Reynis. Hún hafði misskilið afpöntun sem henni hafði borist frá einhverjum, hélt að 4 hefðu afpantað en ekki einn úr 4 manna hópi. Henni láðist alveg að láta Reyni vita af þessu. Nú voru góð ráð dýr, konan ætlaði að athuga hvort hún gæti fært hjón úr herbergi í hjólhýsið, hún sagði: þau verða glöð með að þurfa að borga lítið!!! Hún náði ekki í þetta fólk, en sýndi stelpunum hjólhýsið og bauð þeim gistingu þar fyrir 100 kall, þvílík móðgun liggur mig við að segja eftir lýsingu þeirra á gististaðnum. Konan sagði okkur að hún þyrfti að fara á haugana, það tæki svona hálftíma, haldið að það sé nú!! Hún spurði hvort við mundum bíða, við játtum því og ákveðið var að athuga hvað við gætum gert í stöðunni. Við höfðum þann möguleika, að Eygló og Gilli gistu á sófanum hjá okkur og Elsa og Reynir væru þarna við Kastrupvej.
Við sáum að þarna var verið að stækka húsnæðið og að tvær færeyskar frænkur eiginmannsins voru við byggingarvinnuna, líklega óvanar slíkri vinnu. Elsa tók út þakkantinn og hún hefði getað tekið vinnufólkið í kennslustund í hvernig á að ganga frá þakkanti!!
Nú voru góð ráð dýr, öll hótelherbergi í borginni voru upptekin vegna sykursýkislæknaráðstefnu. Gilli hringdi í systurdóttur sína sem býr hér og eins og fyrir galdra eða kraftaverk gat hún útvegað þeim glæsilega kristilega íbúð við Ráðhústorgið, hugsið ykkur heppnina. Þegar konan kom úr haugaferðinni sögðum við henni að búið væri að útvega íbúð þar gátu þau öll verið. Konan sagði að það væri bara fínt, en krafðist þess þó að Reynir borgaði eina nótt fyrir herbergið, þetta var alveg óskiljanlegt þar sem hún gerði þessi mistök með bókunina. Ég dáðist að jafnaðargeði og kurteisi Reynis, hann borgaði konunni og við ákváðum að taka okkar dót og fara niður í bæ. Við tókum tvo leigubíla , í fyrri bílinn fórum við vinkonurnar og Gilli, en Reynir og Þórður í seinni bílinn. Við komum eiginlega á sama tíma og þegar við tókum farangurinn úr skottinu á bílnum sem Reynir og Þórður voru í kom í ljós að í skottinu var óvart komið svart dömuveski!!! Úps, hugsaði ég, Elsa er með sitt veski, ætli einhver hafi gleymt þessu í leigubílnum. Nei sögðu strákarnir R. og Þ. þetta var á stéttinni þar sem við biðum eftir leigubílunum. Jæja við fórum upp í þessa frábæru íbúð sem þau fengu og kíktum í veskið og hver haldið þið að hafi átt veskið?
Framhald síðar, bestu kveðjur.

7 Comments:

 • konan sem ætlaði að leigja þeim, giska ég á. Þetta er ótrúleg saga.... bíð spennt eftir framhaldi!

  By Blogger Helga, at 20/9/06 11:09  

 • Það er aldeilis ævintýri sem þið lendið í en mér finnst það frekar svínslegt af konunni að rukka þau um eina nótt þegar hún gerir þessi mistök. Spennandi að vita hver átti veskið!!!

  By Anonymous Nafnlaus, at 20/9/06 13:56  

 • Ingibjörg Ingólfs!

  By Anonymous Nafnlaus, at 20/9/06 19:24  

 • Spennó.....var það nokkuð Frú Sigríður???

  By Blogger Bippi, at 21/9/06 20:05  

 • Já við amma teljum eigandann vera þig mamma! Komin með alshæmer light og allt það! En þetta er spennandi á ekkert að fara að ljóstra leyndarmálinu?

  Annars hefði ég áreiðanlega ekki borgað fyrir nóttina eins og Reynir gerði. Þetta voru þeirra mistök! Og það alveg ömurleg mistök...

  B.kv. Þóra

  By Anonymous Nafnlaus, at 23/9/06 13:07  

 • Alshæmer lights... það væri nú eitthvað... þá gætir þú sótt um inngöngu í 'hittings-hóp' miðaldra fólks með Alshæmer Lights sem kallast Sometimers! :þ

  By Blogger Rokkarinn, at 24/9/06 09:53  

 • Ég átti ekki veskið!!!
  Ef til vill athuga ég þetta með félagsskapinn "Sometimers" after some time, Óli minn :)

  By Blogger Frú Sigríður, at 24/9/06 10:27  

Skrifa ummæli

<< Home