Sigríður Kristín Óladóttir

28.6.05

Ferðalög og lífið er dásamegt.

Óli var svei mér heppinn að vinna ferð á Hróarskeldu, hann fer á fimmtudaginn og á blogginu hans má sjá braginn sem hann orti, Ég er bara heppinn gaur.... við lag Bjartmars Súrmjólk í hádeginu.

Já við erum svo sannarlega heppin í fjölskyldunni og ég segi enn, Lífið er dásamlegt!
Mér er þá hugsað til skólasystur minnar sem er ekki eins heppin og ég var þegar ég vaknaði eftir svefninn langa.

Það verður allt í lagi að kenna línudansinn þann 11, ég talaði við Siggu Alfreðs í gær og við getum sýnt nokkra dansa, kennt eitthvað og verið í Norðanfiski.
Hér er limra Óli, hún er örugglega ekki rétt gerð, en það er allt í lagi!

Þá dönsku og dýrðlegu daga
djammið þar geymir þín saga
með Hróarskeldu í huga
skal ánægjan duga
Óli, settu samt líka mat í þinn maga.

Annars er allt gott að frétta. Við fórum í Húnaver í tjaldútilegu um helgina. Þar fórum við á harmonikuböll bæði föstudags- og laugardagskvöldið, svaka fjör og mikið gaman. Það kom mér á óvart hvað maður þekki marga þarna, en það var slatti af Skagafólki þar. Húsbílaeigendur voru þar í miklum meirihluta og þar var stór hópur frá Húsbílafélaginu Flakkarar
En hvað um það við Þórður höfðum þá sérstöðu að vera eina fólkið í tjaldi, aðrir voru í húsbílum, fellihýsum eða tjaldvögnum. Það fór samt ágætlega um okkur þrátt fyrir rigningu og smá rok.

Á morgun fer mamma til Þýskalands að heimsækja Helgu og verður þar í 10 daga, vonandi verður hún heppin með veður. Alex tekur á móti henni í Amsterdam. Hún kemur svo heim 8. júlí um leið og Nína kemur í heimsókn. Við förum líklega í tvær útilegur með Nínu, fyrst í Fannahlíð á harmonikuútilegu, þar fær Nína kanski að afgreiða í sjoppunni ef hún er til í það. Seinni útilegan er ættarmót á Laugarbakka þar sem ættin hans Þórðar hittist 22 - 24 júlí. Á morgun fara foreldrar Þórðar til Færeyja með Strandamannafélaginu. Elsa Dóra og Ingibjörg vinkonur mínar fara líka í þá ferð ásamt mökum með harmonikuunnendum í Reykjavík. Það verður líklega mikið sungið, spilað og dansað í ferðinni.

Nú standa yfir æfingar fyrir hjá Og útlögunum fyrir írsku dagana, en við Þórður dönsum ekki með af því að við verðum á Neskaupstað þá helgi á Landsmóti harmonikuunnenda . Ég ætla samt að æfa með þeim til að læra dansana sem verða dansaðir.

Sporin voru tekin úr lærinu í gær, en það er ca 1 sentimetra gap fyrir innan saumana sem þarf að holdfyllast, ég þarf að láta líta á það á morgun en það er enginn pottur alveg stax. Hætti núna bið að heilsa ykkur, en ferlega er letrið leiðinlegt svona.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home