Sigríður Kristín Óladóttir

25.11.04

Uppgreiðsla?

Money, money, money, money......
Ég verð að segja að mér leikur forvitni á að vita hvort ég fæ borgað í dag. Soffía fasteignasali hringdi í gær og sagði að Rafn bæði um þau skilaboð til mín að hann eða þau muni borga í dag. Ég hef svo sem heyrt þetta áður og hef ekki miklar væntingar en sjáum hvað setur. Ég læt ykkur vita um stöðu mála.

Við fórum á kynningarfund i gær og það kom mér á óvart hversu margir virtust ætla að samþykkja samningana. En auðvitað voru líka margir sem ekki geta og ætla ekki að samþykkja. Eitt er víst að verði þessir samningar samþykktir mun ég aldrei framar styðja það að fara í verkfall og við kennarar fáum aldrei leiðréttingu launa okkar, svo einfalt er það nú.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home