Sigríður Kristín Óladóttir

29.9.04

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki mátt vera að því að "rokka" í verkfallinu, svei mér þá.

Á fimmtudaginn komu þrjár konur til mín, þetta voru þær Jóhanna, Sigga G., og Þórunn sem eru með mér í náminu og ég hafði mest samskipti og samvinnu við. Þær komu kl. 14 og voru þar til eftir kvöldmat og þetta var ferlega góður og skemmtilegur dagur. Það var mikið spjallað, borðað, drukkið, og auðvitað var farið í pottinn í dásamlegu veðri.

Um kvöldið fór ég svo á Mörkina með Þóru og Erlu til að hlusta á Óla og Villa, kíkið á myndirnar á blogginu hans Óla . Þeir voru mjög góðir eins og ávallt og fólk var aðallega að hlusta á þá, en samt var dansað smávegis í lokin. Ég var auðvitað mjög stolt af syninum og klappaði víst nokkuð mikið, ég man nú ekki eftir því, enda er ég með alzheimer ekki bara light heldur high. Þóra vildi að ég hætti í bjórnum og færi yfir í hollasta drykkinn, ég var auðvitað treg til, vegna þess að eins og sumar skólasysturnar segja þá getur maður fengið vatnshöfuð af of mikilli vatnsdrykkju!!! Maður tekur nú ekki svoleiðis sjénsa, en ég skemmti mér ferlega vel og lét vel að stjórn þegar Þóra og Þórður ákváðu að ég þyrfti að “hvíla” mig og yfirgefa staðinn, rétt fyrir 1 (minnir mig).

Skólasysturnar komu svo til mín fyrir hádegi á laugardag í hina árlegu sumarbústaðaferð okkar. Þetta var alveg frábært hjá okkur eins og alltaf. Við dekruðum við okkur í mat og drykk, lituðum okkur, hefluðum hófana og fórum í göngutúr. Atli var sendur að heiman og allar gistu auðvitað hérna. Ég sendi ykkur slóðina að myndunum þegar Óli er búinn að setja þær út á Netið.

Gleðifrétt dagsins.
Nú er ég búin að sjá hvað ég geri, hætti í kennslunni og sný mér alfarið að kvikmyndagerð, það verður hvort sem er líklega ekki samið við okkur í bráð.
Hvað haldið þið, ég er, fyrir hönd Kvikmyndagerðarinnar “Frú Sigríður” búin að selja stuttmyndina mína. Góður Fróður.
Auður skólastjóri talaði við mig í dag og hún vill kaupa myndina og verður hún sýnd í Englandi á Spáni og í Austuríki. Ég lánaði henni eintak sem verður sýnt í Austuríki á næstu dögum en svo vill hún 3 eintök til kaups.
Nú vantar ráðleggingar varðandi verðlagningu, hvað finnst ykkur?
Er ekki lífið dásamlegt?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home