Sigríður Kristín Óladóttir

24.7.07

Úr sjénsaröðinni í endurgreiðsluröðina.

Hvað haldið þið að það hafi margir bílar úr okkar röð komist með.......... 10 eða fleiri?

Ég ætla nú ekki að láta ykkur bíða í óvissu, en rétta svarið er 1. Já ótrúlegt, en einn pínulítlill f....ans bíll. Okkur leist nú ekki á blikuna, en við vorum föst inní miðri röð og bílaraðir beggja vegna við okkur. Svo kom starfsmaður og gékk á sjénsaröðina til að athuga hverjir vildu freista þess að bíða lengur. Við ákváðum auðvitað eins og fleiri að drífa okkur af stað og aka til Hanstholm. Næst var að fara í röð til þess að fá endurgreiddar 555 krónurnar sem við vorum búin að borga. Þetta tók tímann sinn og ég var svo sannarlega farin að svitna á tvöföldum hraða vegna hitans úti og inni í endurgreiðsluröðinni. Þið haldið kanski að eitthvað annað hafi verið á ferðinni, en sei sei nei nei nei. Ég var ekkert stressuð!!!!

Við gátum lagt af stað frá Sjálands Odda klukkan tæplega 13. Sem betur fer smurðum við nesti um morguninn af því að við vildum nýta brauðið og osta sem við áttum. Við vorum með tvær gerðir af samlokum, sem sagt með goudaosti og camenbertosti.

Við höfðum 6 tíma til þess að að keyra til Hanstholm. Við stilltum GPS tækið okkar þegar við lögðum af stað og áætlaður komutími var 18:11. Þá fyrst byrjuðum við að verða stressuð, eins og umferðin er stundum á annatímum hér, ó mæ god. Vegakerfið hér ræður ekkert við bílafjöldann á anntímum.

Það var því brunað af stað og aksturinn var á köflum ævintýralegur. Ég get lofað ykkur því að Þórður ók alls staðar yfir hámarkshraða. Ég sagði við hann eitt sinn þegar við vorum ekki á hraðbrautum þú ert á 110, það er allt of mikið Þórður!!

Hann gat ekki sagt eins og hann segir stundum “Ég fylgi bara umferðinni” Hann sagði því: “Sigga, þegar ýtt er á mann verður maður að gefa í”. Hann þóttist sjá í hliðarspegli að einhver bíll væri að nálgast okkur, ég sá þann bíl aldrei!!!!

Bílinn er svo troðinn af farangri að eina vonin til að að sjá eitthvað fyrir aftan bílinn er í hliðarspeglunum.

Umferðin var mjög mikill þennan dag og víða voru tafir sem að hluta til var hægt að vinna upp með allt of hröðum akstri. Við ákváðum að stoppa ekkert á leiðinni fyrir utan eitt pissustopp sem tók 9 mínútur.

Við borðuðum ostasamlokurnar á a.m.k. 100 kílómetra hraða í orðsins fyllstu merkingu. Við komum til Hanstholm kl. 18:50. Mikið vorum við fegin og þetta mátti ekki tæpara standa, samt vorum við svo snemma íþví.

4 Comments:

  • Það mátti nú ekki tæpara vera. Gvuððð... eins gott að þið biðuð ekki allan daginn og misstuð af norrænu.

    Góða skemmtun í færeyjum.

    kv.
    Helga

    By Anonymous Nafnlaus, at 24/7/07 12:50  

  • Vá þetta var sko rosaleg saga!!!
    En gott að þið náðuð í tæka tíð :)

    By Blogger Karen, at 24/7/07 15:18  

  • haha góð saga :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 24/7/07 21:43  

  • Ekki jafn góð saga og ástæðan fyrir því að þú bloggar ekki... hef reyndar ekki heyrt þá sögu :þ

    By Blogger Rokkarinn, at 27/8/07 13:53  

Skrifa ummæli

<< Home