Sigríður Kristín Óladóttir

15.4.07

Stórkostlega helgi!!

Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við mömmu, Valla og Dóru þessa daga sem þau hafa verið hér í Kaupmannahöfn. Við byrjuðum á að hitta þau á hótelinu þeirra á fimmtudagskvöldið, við buðum þeim uppá vatn, bjór, brauð og álegg sem við höfðum meðferðis í bakpokanum. Þetta borðuðum við kinnroðalaust í setustofu hótelsins rétt við móttökuna!!!
Hér hefur verið sól og nálægt 20 stiga hita síðan þau komu. Það er alveg ótrúlegt hvað mamma hefur verið dugleg að ganga hér. Hún byrjaði föstudaginn á því að ganga frá hótelinu (DGI Byen), Strikið og alla leið í Nýhöfnina og niður bryggjuna þar til að sjá Óperubygginguna. Valli sagði að hann hafi þurft að sita á sætinu hjá henni eða láta hana draga sig, því ferðin var svo mikil á henni. Þið þekki hann Valla!!! Óli Örn seniror og Kristine voru líka með á föstudaginn. Í gær fórum við svo í lestarferð til Málmeyjar og fórum svo að borða fínan mat í boði Valla og Dóru á Rio Bravo þegar við komum hingað um kvöldið. Veðrið var frábært og ferðin yfir sundið alveg stórkostleg. Mamma gekk þar líka eins og herforingi m.a. á torgið sitt, Lilla torg og öll hin torgin og göngugötur þeirra Svía. Í dag fóru þau í Tívolí og svo ókum við Strandveginn til Helsingör og enduðum á að borða á hótelinu þeirra í boði mömmu.
Þau fara svo heim á morgun þannig að ég er búin að kveðja þau, en Þórður ætlar að hitta þau i fyrramálið.
Takk fyrir samveruna hér, elsku mamma Valli og Dóra. Ég set inn myndir seinna, Valli þú sendir mér nú einhverjar myndir við tækifæri.
Bestu kveðjur.

1 Comments:

  • Það hefur verið algjör lukkustjarna yfir þeim, æðislegt fyrir ykkur öll og sérlega gaman fyrir ömmu.

    Hlakka til að sjá myndir
    Kv.
    Helga

    By Anonymous Nafnlaus, at 16/4/07 10:12  

Skrifa ummæli

<< Home