Góður dagur í dag!!
Við erum komin hingað til Helgu og fjölskyldu í Coesfeld. Ferðin gekk mjög vel þrátt fyrir mígandi rigningu hér í Þýskalandi, en við vorum 10 tíma á leiðinni með góðum stoppum. Það versta er að ég fékk í bakið í gærmorgun í skólanum en vonandi lagast það.
Það var ótrúlegt að koma í morgunmatinn hér hjá Helgu í morgun, búið að legga á borðið í stofunni og skreyta það með blómum og kertum. Þar að auki voru þar hvorki meira né minna en 8 skreyttir og innpakkaðir afmælispakkar.
Takk fyrir mig, elsku börnin mín, tengdabörn og barnabörn. Þetta voru mjög flottir hanskar og trefill.
Nú er klukkan 13:00 og Helga var að koma með þessa líka svaka flottu tertu. Þórður tók mynd af henni, sem ég set hér á síðuna seinna.
Við hlökkum til að hitta Þóru sem kemur hingað seinna í dag.
Nú er ég búin að smakka tertuna og hún er ekkert nema nammi, nammi, namm.
Það var ótrúlegt að koma í morgunmatinn hér hjá Helgu í morgun, búið að legga á borðið í stofunni og skreyta það með blómum og kertum. Þar að auki voru þar hvorki meira né minna en 8 skreyttir og innpakkaðir afmælispakkar.
Takk fyrir mig, elsku börnin mín, tengdabörn og barnabörn. Þetta voru mjög flottir hanskar og trefill.
Nú er klukkan 13:00 og Helga var að koma með þessa líka svaka flottu tertu. Þórður tók mynd af henni, sem ég set hér á síðuna seinna.
Við hlökkum til að hitta Þóru sem kemur hingað seinna í dag.
Nú er ég búin að smakka tertuna og hún er ekkert nema nammi, nammi, namm.
5 Comments:
Innilega til hamingju með daginn!
Kossar og afmælisknús
By Karen, at 22/3/07 13:46
Til hamingju með daginn!!!
By Rokkarinn, at 22/3/07 14:05
Til hamingju með daginn
Kv Svabbi og co
By Nafnlaus, at 22/3/07 19:55
Innilega til hamingju með daginn kæra Sigga kveðja af Ströndunum Ragnheiður og Siggi
By Nafnlaus, at 22/3/07 22:20
Takk fyrir kveðjurnar
Sigga
By Nafnlaus, at 23/3/07 11:00
Skrifa ummæli
<< Home