Próf eins og hjá krökkunum.
Jæja þá er prófum lokið hjá mér í þessari lotu, þ.e.a.s ef ég hef náð. Ég verð að bíða þangað til á föstudaginn til að vita um árangurinn. Ég vona að ég hafi náð þessu prófi, en hvað um það ég gerði mitt besta.
Mér datt í hug þegar ég var að labba heim áðan, að þetta er eins og hjá krökkunum í grunnskólum heima. Þar eru samræmd próf í 4., 7., og 10. bekk. Í K.I.S.S eru stóru prófin þegar maður er á stigi 4, 7 og 10.
Við vorum að kaupa okkur 2 danska geisladiska, það verður gaman að hlusta á þá. Við fórum í 12 Tóna fyrir helgi og pöntuðum þá. Þórhallur sonur Jóns Run og Ingu er verslunarstjóri í búðinni.
Balthasar er kominn með 2 tennur og er farinn að skríða og standa upp eins og herforingi. Það má búast við kúlum og marblettum hjá þeim stutta núna og á næstunni.
Það er ennþá fínt veður úti, sól og 12 stiga hiti þessa stundina.
Bestu kveðjur héðan.
Mér datt í hug þegar ég var að labba heim áðan, að þetta er eins og hjá krökkunum í grunnskólum heima. Þar eru samræmd próf í 4., 7., og 10. bekk. Í K.I.S.S eru stóru prófin þegar maður er á stigi 4, 7 og 10.
Við vorum að kaupa okkur 2 danska geisladiska, það verður gaman að hlusta á þá. Við fórum í 12 Tóna fyrir helgi og pöntuðum þá. Þórhallur sonur Jóns Run og Ingu er verslunarstjóri í búðinni.
Balthasar er kominn með 2 tennur og er farinn að skríða og standa upp eins og herforingi. Það má búast við kúlum og marblettum hjá þeim stutta núna og á næstunni.
Það er ennþá fínt veður úti, sól og 12 stiga hiti þessa stundina.
Bestu kveðjur héðan.
5 Comments:
Til hamingju með að vera búin í prófinu, ég bíð spennt með þér fram á föstud. Annars efast ég nú ekki um árangurinn, þú ert algjör snilli í dönskunni kona.
Balthasar er óstöðvandi þessa dagana, hann er allur rauður eftir að detta en er voða duglegur að fara af stað aftur, lætur það ekki stoppa sig...
kveðja Helga
By Nafnlaus, at 14/3/07 12:45
Til hamingju með að vera búin með prófin :)
Það er alltaf svo góð tilfinning og ég er viss um að þú hefur rúllað þessu upp!!
By Karen, at 14/3/07 12:50
Hæ ég vildi að það væri svona gott veður hjá okkur það er rok og snjókoma og leiðindi en það byrtir upp um síðir annars hafið það sem best Ragnheiður og Siggi
By Nafnlaus, at 14/3/07 20:44
Ég mæli með Kashmir þó svo að þeir syngi ekki á dönskunni... það er gott band sem ég hef séð 2svar sinnum 'læf' í dk.
Svo er málið að skella sér á Hróarskeldu núna... Beastie boys, Björk, The killers, Muse, RHCP, Slayer og The who!
Til hamingju með próflokin og vonandi hefur þú 'eisað' (ace-d) þetta!
By Rokkarinn, at 15/3/07 07:39
upp er runninn föstudagur....ákaflega skýr og fagur.... ef ég væri útí köben.... mundi ég fagna með þér mamma..... tralla, lalla, lalalaaaaa...
umbarassa, umbarassa, umbarassaaaa ssaaa,,,,,
bíð spennt eftir nýjustu tölum,
kveðja Helga
By Nafnlaus, at 16/3/07 07:49
Skrifa ummæli
<< Home