Sigríður Kristín Óladóttir

19.3.07

Ættarmót í júlí!!!


Ég fékk e-mail frá Höllu og Pjétri í dag. Mér finnst þetta ótrúlega sérstakt af því að mig dreymdi Huldu fyrrverandi tengdamömmu fyrir nokkrum dögum, ég var einnmitt búin að segja Þórði drauminn. Ætli ég sé aftur orðin berdreymin eins og ég var hér áður fyrr?
Halla sagði m.a. :Niels Skjaldarson frændi okkar hringdi í mig og var að segja frá ættarmóti sem haldið verður á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal þann 7. júlí í sumar eða: 07.07.2007.
Pjétur sagði m.a.: Á Skjöldólfsstöðum er búið að bæta við sundlaug síðan síðasta ættarmót var haldið og ég held að þarna sé rekið sumarhótel svo þetta hlýtur að vera í góðu lagi þarna.
Krakkar mínir takið frá þessa helgi og skellið ykkur á ættarmótið ef þið hafið tækifæri til.

Svo er annað ættarmót 27. - 29. júlí á Staðarborg í Breiðdal. Þar verður móðurætt Þórðar saman komin og þannig hittist einmitt á, að við komum til landsins þann 26. júlí og ætlum að fara á ættarmótið áður en við ökum heim á Skagann.

Þið takið því frá júlímánuð, ef þið farið á bæði ættarmótin þá farið þið auðvitað norðurfyrir þegar þið farið í (á?) Jökuldalinn en að sunnanverðu þegar þið farið í Breiðdalinn.

2 Comments:

  • Allt þar á milli fer í húsbyggingu, norðan og sunnan!

    By Blogger Helga, at 19/3/07 20:10  

  • Mig dreymdi um daginn að ég væri holdsveik?! Frekar ógeðslegt..
    Kannski ertu aftur orðin berdreymin. Það er aldrei að vita :)

    Það væri gaman að kíkja í Jökuldalinn. Ég hef ekki farið á ættarmót síðan það var í Reykjavík þegar ég kveikti í söngheftinu mínu.. Frekar skemmtilegur klaufaskapur
    Kv. Þóra

    By Anonymous Nafnlaus, at 20/3/07 13:50  

Skrifa ummæli

<< Home