Sigríður Kristín Óladóttir

8.4.07

Gleðilega páska!

Gleðilega páska kæru vinir. Nú erum við komin heim eftir mjög skemmtilega ferð til Skagen. Við fórum af stað á Skertorsdag og gistum á ágætishóteli í Hirtshals. Við vöknuðum klukkan 07 á Langfredag (ég má til með að setja dönsku nöfnin á þessum hátíðsdögum af því að mér finnst þau ferlega flott) og fórum í skoðunarferð til Frederikshavn og Skagen. Við fórum á nyrsta odda Danmerkur og skoðuðum nokkra markverða staði. Þar má nefna Pálmaströndina í Frederikshavn, Den Tilsandede Kirke og Råberg Mile þar sem sandurinn var svo fínn að hann minnti helst á hveiti.
Við skoðuðum líka Sjávarsafnið (Nordsø Museet) í Hirtshals og Fyr Bunkermuseum sem eru minjar frá síðari heimsstyrjöldinni, m.a. neðanjarðarbyrgi.
Á Skagen voru allar búðir opnaðar á Föstudaginn langa, rétt eins og um virkan dag væri að ræða en ekki í Frederikshavn. Líklega er þetta vegna þess að ferðamannastraumurinn lá til Skagen. Í sölubúðinni á Grenen sáum við fullt af myndum eftir málarann Krøyer, m.a. af Marie konunni hans en ég var einmitt að lesa litla bók um hana sem er ein af þremur bókum sem kemur á næsta prófi í skólanum.

Þegar við komum heim úr ferðinni ákváðum við að fara út að borða og á kráarrölt. Og viti menn, haldið þið að við höfum ekki hitt Íslendina á einni kránni. Þar á meðal var Skagamaðurinn Kristinn Hafsteins gamall skólabróðir minn og tvenn íslensk hjón. Við áttum saman skemmtilega kvöldstund áður en haldið var heim á hótel.

Núna var ég að heyra í Ragheiði Ragnars, en þau heiðurshjón koma til okkar á eftir. Það verður gaman að hitta þau hér í Kaupmannahöfn.

Ég set ef til vill inn myndir frá skoðunarferð okkar síðar. Hafið það sem best.

4 Comments:

 • En skemmtileg ferð hjá ykkur, gaman að lesa um þetta. Það gekk vel hjá okkur í kvöld og var nóg fyrir alla, konur og karla. Við heyrumst kannski í betra tómi á morgun, góða skemmtun í kvöld og njótið páskahelgarinnar, eða það sem eftir er af henni.

  Bestu kveðjur hér, Atli er í svæfingarhlutverki með litla skæruliðann. Ykkar Helga

  By Anonymous Nafnlaus, at 8/4/07 21:18  

 • mission accomplished Zé bebe is a zleep.. anywho Gleðilega Páska þið þarna í útlandinu :D

  Atli

  By Anonymous Nafnlaus, at 8/4/07 22:02  

 • Það er fínt að vel gekk með matarboðið Helga mín :)

  Atli verður kanski sá sem sér um að svæfa þann stutta framvegis. Balthasar hefur haft gaman af því að frændi svæfði hann ;)
  Gott hjá þér Atli!

  By Blogger Frú Sigríður, at 9/4/07 08:38  

 • Hann hafði amk meira gaman af því heldur þegar mamma hans svæfir hann því þá grætur hann mun meira....

  Óli er nú sérfræðingur í þessu og er alveg með þá kenningu að mamman sé að valda þessu???

  við erum að fara í barnabarnahitting Helga júl og huldu...

  kveðja
  Helga

  By Anonymous Nafnlaus, at 9/4/07 11:00  

Skrifa ummæli

<< Home