Sigríður Kristín Óladóttir

21.10.06

Haust og Svíþjóðarferð.

Það hefur kólnað töluvert og nú er orðið haustlegt hér í Kaupmannahöfn. Hitinn er ekki nema 15° og gangstéttar eru þaktar laufblöðum. Við höfum haft það gott í haustfríinu eins og reyndar alltaf. Á þriðjudaginn löbbuðum við yfir í Christianíu og skoðuðum mannlífið þar. Við sáum allnokkra furðufugla, en mest sáum við þó fólk sem var að skoða eins og við. Mamma, þegar við löbbuðum þangað yfir, fórum við yfir Knippelsbrúna sem þú varst að tala um. Við keyrum sem sagt alltaf undir hana þegar við förum hingað heim eða eitthvað út úr borginni.

Á fimmtudaginn skelltum við okkur til Svíþjóðar að heimsækja Ella frænda Þórðar og Helgu konu hans. Það var mjög gaman, veðrið var fínt og það er allt öðru vísi landslag í Svíþjóð. Þau búa í fallegum bæ sem heitir Simrishamn og er rétt hjá Ystad. Það er mikill munur á bænum núna og í fyrra þegar við komum til þeirra, en þá var bærinn troðfullur af ferðamönnum. Nú voru allar götur hálftómar, öfugt við það sem var í fyrra. Helga fær að vita niðurstöður úr seinustu myndatökum og rannsóknum vegna krabbameinsins í næstu viku, vonandi fær hún góðar fréttir :)

Annars er bara allt gott að frétta frá okkur fórum í röska göngu í morgun og sáum furðulega sjón, konu sem stóð með hjólið sitt við Löngulínubrúna og var að próna peysu eða eitthvað á hringprjón. Ég þarf að setja inn myndir hér, kanski geri ég það á morgun og svo ætti ég að segja ykkur frá því þegar við gerðum fyrstu stórinnkaupin í Nettó!! Hafið það gott um helgina.

2 Comments:

  • Mamma koma svo með myndir svona inn á milli, það er svo gaman að fá að sjá eitthvað.
    Kveðja Helga

    By Anonymous Nafnlaus, at 22/10/06 16:38  

  • Já endilega segðu frá stórinnkaupunum í Nettó. Spennandi :)

    Bestu kveðjur til ykkar, Þóra

    By Anonymous Nafnlaus, at 25/10/06 14:18  

Skrifa ummæli

<< Home