Sigríður Kristín Óladóttir

16.8.06

Komin í netsamband

Jæja þá erum við komin í netsamband, það er mikill munur. Við vorum bara nokkuð ánægð með okkur þegar okkur tókst að koma okkur í samband með öllu sem fylgdi startpakkanum, Atli er nefnilega sá sem sér venjulega um tæknilega hluti.

Annars er allt gott að frétta af okkur. Þegar við fórum fyrst í lest hér datt mér í hug það sem Óli sagði einu sinni um okkur,þ.e.a.s. að við værum ekki eins og haltur leiðir blindan, heldur eins og blindur leiðir staurblindan. Við settum nefnilega bæði tvö vitlausan enda á klippikortinu inn í vélina þegar klippa átti af kortinu,reyndum meira að segja í nokkrum kössum !! Svo spurðum við gamla konu og hún sýndi okkur þetta og sagði svo: ég er stundum utan við mig líka, úps!!

Við fórum í gærmorgun í DPU til að athuga hvort ég gæti nokkuð breytt yfir í annað nám til að þurfa ekki að borga, en það er enginn möguleiki svo ég flýtti mér að borga enda á síðasta degi til að borga. Það var fínt að kíkja á skólann og átta sig á aðstæðum, lestin stoppar alveg við skólann.
Eftir hádegi löbbuðum við héðan að litlu hafmeyjunni, við fórum yfir nýju Löngulínugöngubrúna og vorum um 15 mínútur að ganga þangað.

Við ætlum að hitta húsvörðinn í hádeginu til að fá upplýsingar í sambandi við þvottahúsið o.fl. Úti er 22 stiga hiti og sól núna, en í gær skiptist á skin og skúrir.
Við ætlum að athuga á eftir hvort kennitalan er klár til að geta keypt bílastæðakort í bílinn, svo ætlum við í Ikea til að kaupa smávörur sem okkur vantar sem er aðallega í eldhúsið. Bestu kveðjur héðan :)

5 Comments:

 • Þetta var nú meiri upplifunin af lestarferðinni ykkar, þegar Þóra sagði mér frá sögunni þá var ég næstum köfnuð úr hlátri. Þið eruð ómetanleg saman!!HAHAHA en það er bara mikilvægt að læra á allt og það getur kostað tíma og fyrirhöfn. Þið reddið þessu.

  Gott að þú ert opinberlega komin í námið, til hamingju með það.

  Góða skemmtun í Ikea, ég elska það að fara í þessa búð og kaupa smáhluti.

  Eruð þið með Skype, ef ekki þá mæli ég með því, dowload af skype.com og maður þarf að eiga heyrnartól með taljúniti. Þá er hægt að sjá hann Balthasar í video á skjánum hjá sér.

  Bið að heilsa

  By Blogger Helga, at 16/8/06 12:33  

 • Gott að heyra að allt gangi vel. Las pistilinn fyrir mömmu, hún biður kærlega að heilsa ykkur. Bestu kveðjur frá Reynigrund 26. V.

  By Anonymous Nafnlaus, at 16/8/06 22:06  

 • Endalaus ævintýri :)
  Frábært!!
  Bið að heilsa ykkur!!

  By Anonymous Nafnlaus, at 17/8/06 12:47  

 • Þetta verður lítið mál fyrir ykkur að vera þarna úti... annars bara allt gott héðan að heiman og allir biðja að heilsa.
  Bk,
  Óli

  By Blogger Rokkarinn, at 17/8/06 14:08  

 • Frábært hjá ykkur að skella ykkur út! Gangi ykkur allt í haginn;o)

  By Blogger Bippi, at 18/8/06 09:09  

Skrifa ummæli

<< Home