Sigríður Kristín Óladóttir

11.3.06

Thelma Björg 1 árs

Litla frænka Þórðar er 1 árs í dag, til hamingju með daginn!!
Mér finnst ég slá 3 flugur og jafnvel fleiri í einu höggi í dag. Ég er að bruna í bæinn. Fyrst er það apótekið ódýra, þar sem nokkur hundruð pillur verða keyptar. Svo hittumst við skólasystur hjá Gunnþórunni til að ákveða með Mílanóferðina sem við förum í í júní. Næst fer ég á fund með konu, ég segi ekki meira um það. Að lokum fer ég í afmæliskaffi í Kópavoginn hjá systurdóttur Þórðar og treð í mig kræsingum. Þegar ég minnist á kræsingar, þá verður mér hugsað til gærdagsins, þegar ég áttaði mig á því að klukkan 13:00 var ég að borða fjórðu máltíðina þann dag, geri aðrir betur.
Það er aldrei að vita nema ég kíki aðeins á stúdentagarðana á Eggertsgötu áður en farið verður í afmælið, ég sé til. Teljið svo flugurnar ha ha ha.

2 Comments:

  • Skil ekki alveg eina setningu hjá þér elsku mamma. Næst fer ég á fund með konu, segi ekki meira um það??? Gerir mig mjög forvitna, vita allir hvað málið er, nema ég....

    En þetta eru nú ansi margar flugur hjá þér. Og það kominn vetur, hvað eru þá flugurnar að gera....

    Góða helgi

    By Blogger Helga, at 11/3/06 22:31  

  • Þær voru allar 'bilaðar' eins og einhver krakki myndi segja þegar hún er í raun død! Eins auðvelt og að slá nokkrar dauðar flugur í gluggakistu!

    By Blogger Rokkarinn, at 12/3/06 09:06  

Skrifa ummæli

<< Home