Óli Örn uppeldis- og menntunarfræðingur!
Til hamingju Óli Örn, uppeldis-og menntunarfræðingur! Þá er þessum áfanga lokið hjá Óla og hann er þegar byrjaður á næsta kafla þ.e.a.s. á mastersnáminu.
Við fögnuðum þessum tímamótum hér heima ásamt nánustu ættingjum fyrr í dag. Allt gekk vel, og nú er búið að ganga frá öllu nema gömlu stólunum sem geymdir eru í neðra, úps, í skriðkjallaranum meina ég. Atli sótti Þóru í gærkvöldi og við, ásamt Atla vorum fram á nótt að undirbúa veisluna og þrífa húsið. Við mæðgur skelltum okkur svo í pottinn þegar langt var liðið á nóttu og vorum fram undir morgun, fínt maður, eins og einhver mundi segja!!!
Takk fyrir hjálpina Þóra og Atli, herbergið þitt er nær óþekkjanlegt Atli, gaman væri ef þú héldir því svona.
Verst þótti mér að Óli opnaði ekki pakkana hér, ekki það að ég sé forvitin, sei sei nei, heldur af því að mömmu (ömmu Lillu) langaði svo.... til að sjá hvaða gjafir hann fékk.
Ég fékk reyndar eina æðislega gjöf frá Óla og Karenu, þ.e.a.s. dekur í baðhúsinu. Ég hlakka til að nota þessa gjöf, ef til vill skellum við Þóra okkur saman, því hún fékk svipaða gjöf frá þeim sem þakklætisvott fyrir þrif og mikinn burð við flutninga þegar þau fluttu nú í vikunni. Þórður er á næturvakt, þetta er sem betur fer sú síðasta í bili, hugsið ykkur þetta er áttunda næturvaktin í röð.
Jæja nú er komin tími til að frú Sigríður fari að sofa til að geta lesið e-ð á morgun, góða nótt!!!
Við fögnuðum þessum tímamótum hér heima ásamt nánustu ættingjum fyrr í dag. Allt gekk vel, og nú er búið að ganga frá öllu nema gömlu stólunum sem geymdir eru í neðra, úps, í skriðkjallaranum meina ég. Atli sótti Þóru í gærkvöldi og við, ásamt Atla vorum fram á nótt að undirbúa veisluna og þrífa húsið. Við mæðgur skelltum okkur svo í pottinn þegar langt var liðið á nóttu og vorum fram undir morgun, fínt maður, eins og einhver mundi segja!!!
Takk fyrir hjálpina Þóra og Atli, herbergið þitt er nær óþekkjanlegt Atli, gaman væri ef þú héldir því svona.
Verst þótti mér að Óli opnaði ekki pakkana hér, ekki það að ég sé forvitin, sei sei nei, heldur af því að mömmu (ömmu Lillu) langaði svo.... til að sjá hvaða gjafir hann fékk.
Ég fékk reyndar eina æðislega gjöf frá Óla og Karenu, þ.e.a.s. dekur í baðhúsinu. Ég hlakka til að nota þessa gjöf, ef til vill skellum við Þóra okkur saman, því hún fékk svipaða gjöf frá þeim sem þakklætisvott fyrir þrif og mikinn burð við flutninga þegar þau fluttu nú í vikunni. Þórður er á næturvakt, þetta er sem betur fer sú síðasta í bili, hugsið ykkur þetta er áttunda næturvaktin í röð.
Jæja nú er komin tími til að frú Sigríður fari að sofa til að geta lesið e-ð á morgun, góða nótt!!!
2 Comments:
Ég skal trúa því að þið hafið haft mikið að undirbúa fyrir svona stórt kaffiboð. Óli til hamingju. Að ömmu hafi langað að sjá gjafirnar finnst mér nú ekki skrýtið, ég hefði verið óð í að sjá þær líka.
Það verður örugglega notalegt að fara í baðhúsið :-)
kveðja úr snjónum
Helga og co
By Nafnlaus, at 27/2/06 08:48
Takk fyrir mig og okkur mamma. Þetta var ótrúlega flott veisla í alla staði og eins og Karen var búin að benda á þá fáið þið Þóra gylltan plús í kladdan hjá Guði fyrir vikið! Ekki skemmir að geta tekið út smá 'piece of heaven' út áður en yfir líkur með því að skella sér í Baðhúsið ;)
By Rokkarinn, at 28/2/06 11:30
Skrifa ummæli
<< Home