Sigríður Kristín Óladóttir

11.1.06

Gleðilegt ár!

Jæja loksins komst ég inn á blogger.com. Bara nokkur orð til að sjá hvort þetta gengur núna. Nonni frændi og Atli voru langt fram á nótt þann 2. janúar að hreinsa til og laga tölvuna mína. Þetta gerðu þeir eftir að mamma og bræður mínir og fjölskyldur fóru eftir fjölskyldu samkomuna hér í Jörundarholtinu. Það gekk svo sem ekki vel að komast úr bænum vegna bílslyssins sem var á Kjalarnesinu. Takk strákar mínir, en öll skjölin mín eru horfin, og það er ekki gott.
Við Þórður fórum til R.víkur í dansskólann í kvöld og svei mér þá, mér sýndist við mæta Óla mínum klukkan 23:07 rétt við göngin. Óli, ertu virkilega eineygður ennþá?
Helga og Nína farnar út, en mikið var gaman að fá þær í heimsókn.
Takk Óli Seníor, þetta er frábær hlekkur.
Þetta er gott svona í fyrsta sinn á árinu, ég bið að heilsa ykkur í bili.

4 Comments:

 • Gott hjá ykkur að drífa ykkur í dansinn aftur. Já það var líka mjög gaman að koma í heimsókn, eins og það er alltaf. Takk fyrir allt, svoleiðis stjanað í kringum okkur.

  By Blogger Helga, at 12/1/06 06:55  

 • Jæja ég er búin að kaupa miðana..... jibbýýýý
  dóttirþíníþýskalandi

  By Anonymous Nafnlaus, at 19/1/06 13:45  

 • Frábært, það er 13. apríl hingað heim og út þann 23. er það ekki?

  By Blogger Frú Sigríður, at 23/1/06 11:58  

 • Mikið rétt, 13.4. út og 23.4. heim, hehe

  By Blogger Helga, at 23/1/06 14:44  

Skrifa ummæli

<< Home