Sigríður Kristín Óladóttir

21.10.05

Táfýla og vetrarfrí

Ég er ansi slöpp að blogga, en það er nú allt í lagi er það ekki?

Ég ætla bara að skrifa nokkrar línur núna og drífa mig svo heim úr skólanum. Vonandi verður hægt að blogg í minni tölvu á næstunni, ég veit ekki hvað er að og Atli veit það ekki heldur, hver veit hvað er að?

Það styttist í vetrarfrí hjá okkur hér í Brekkubæjarskóla og jafnframt í stutta heimsókn okkar Þórðar til Helgu og fjölskyldu. Mikið hlakka ég til, við eigum sjálfsagt eftir að taka í spil ef ég þekki okkur rétt og jafnvel taka nokkur dansspor af því að öll erum við í dansskóla núna, nema ef til vill Nína.

Seinast þegar Hlynur Björn kíkti í heimsókn las hann fyrir mig eina blaðsíðu, hann er svaka duglegur og er alveg orðinn læs. Mér dettur í hug þegar ég hugsa um Hlyn að í
gær var ég að kenna jafnöldrum hans í 1. bekk Það er ýmislegt sem getur komið uppá hjá litlu krílunum. Ein lítil dúlla sat undir borðinu sínu og hágrét. Þegar ég tók hana í fangið til að hugga hana sagði hún mér hvað var að. Hún sagði hágrátandi: krakkarnir settu táfýlu á mig, þau komu sem sagt of nálægt henni og borðinu hennar og settu auðvitað táfýlu á hana í leiðinni.

1 Comments:

  • það verður gaman að fá ykkur kanana í heimsókn...

    Ég mundi líka fara undir borð og gráta ef ég fengi táfýlu á mig! HAHAHAHA ég varð bara að hlægja þegar ég las þetta, ótrúleg dúlla. En háalvarlegt mál auðvitað þegar maður lendir í þessu.

    By Blogger Helga, at 21/10/05 18:48  

Skrifa ummæli

<< Home