Sigríður Kristín Óladóttir

7.9.05

Veisla á Galito.

Ég verð að segja ykkur frá hve heppin ég var á landsmóti línudansara. Ég keypti 3 miða í happdrættinu og vann þriggja rétta sælkeramáltíð fyrir tvo. Ég var nýbúin að segja við borðið: Ég vinn aldrei í happdrætti..., en viti menn, þá les Gísli bæjó upp númer á einum af mínum miðum, alltaf er ég jafn heppin. Takk fyrir, rómantískur kvöldverður fyrir 2 á Galíto var vinningurinn.
Það er skemmst frá því að segja að ég bauð ástarleikmanni mínum með mér og þvílík veisla var fram reidd fyrir okkur. Ég má til með að setja matseðilinn hér inn og borða hann aftur í huganum, nammi, nammi, namm. Hugsunin dvelur við mat núna, við Þórður og mamma hans erum í súpunni, byrjuðum á henni í gær. Ég er farin að hlakka til kvöldmatsins sem verður bökuð kartafla.

Hér kemur matseðilinn sem við snæddum á Galito: Forréttur, milliréttur,aðalréttur og eftirréttur.

Ferna: Kóngarabbi, humar, kræklingur og risahörpuskel í kampavínssafransoði.
Smakk: Mohitosorbey.
Tvenna: Önd og lamb með appelsínusósu og kartöfluterrine.
Eftirréttur: Frönsk súkkulaðiterta með vanilluís.

Á undan fengum við nýbakað snittubrauð með pestó. Þetta var mjög fallega borið fram, glæsilega skreyttir diskarnir og fallegir þar að auki. Svo var þetta auðvitað alveg meiriháttar gott og allt passlega eldað. Salurinn var líka glæsilegur og smart lagt á borð.
Við Skagamenn þurfum því alls ekki að fara til Reykjavíkur til að fara fínt út að borða, ég mæli með Galito.

Helga ég er búin að fá greiðslumatið þitt, það kom í dag. Mitt er reyndar líka tilbúið og ég sótti umsóknareyðublöð á bæjarskrifstofuna. Við tölum fljótlega saman, ég ætla að þvo bílinn núna, en kanski hringi ég á eftir.

Næst þarf ég að segja ykkur frá hvað Akraneskaupstaður hyggst gera, þ.e. að fyrirskipa kennurum að nota stimpilklukku. Hafið þið heyrt annað eins?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home