Sigríður Kristín Óladóttir

29.9.05

Sumarbústaðaferðin og Hanna gengur.

Það kom í ljós að tölvan mín neitar að birta það sem ég hef verið að skrifa og þess vegna held ég áfram í tölvunni hans Atla, fyrirgefðu Atli, ég stalst í þína!!

Sumarbústaðaferð okkar skólasystra var alveg frábær, ég tapaði því miður öllu því sem ég var búin að skrifa um hana. Hápunktur ferðarinnar var þegar Hanna (sem var leynigestur) mætti á svæðið og boðaði með okkur kvöldverð. Hún kom að vísu nokkrum tímum of seint vegna þess að hún var í 4 tíma að máta hulsur. Í síðustu viku sendi Siggi maður Hönnu okkur póst og mynd af frúnni þar sem hún var að taka sín fyrstu skref eftir 4ra mánaða veikindi þar sem m.a. þurfti að taka báðar fætur af rétt fyrir neðan hné.
Þetta voru svo sannarlega gleðifréttir og aðdáunarvert hve dugleg og jákvæð Hanna er.

Systrakot, bústaður Höllu og systra hennar er svo sannarlega ekkert kot eins og ég sá alltaf fyrir mér þegar Halla talaði um bústaðinn. Það er að vísu ekki mikið rennandi vatn og ekkert rafmagn enn sem komið er, en þar verður svo sannarlega engum í kot vísað. Líklega verður árlega sumarbústaðferð okkar oftar ef ekki alltaf farin þangað.

Ég hafði vit á að vista punkta mína um Þórsmerkurferðina, þ.e.a.s. eftir að hafa tapað þeim einu sinni og mun ég skella þeim á minniskubbinn minn og stelast í þessa tölvu til að senda þá út á Netið.

2 Comments:

  • jahérna mamma tölvuséní. Rosalega flott síðan hjá þér eftir breytingu. Til hamingju með bloggið!

    Bestu kveðjur
    Helga

    By Blogger Helga, at 29/9/05 19:40  

  • Þetta er ekki alveg að ganga hjá mér, ég verð að skoða þetta seinna,

    By Blogger Frú Sigríður, at 29/9/05 20:29  

Skrifa ummæli

<< Home